Hoppa yfir valmynd
10. september 2011 Innviðaráðuneytið

Bræðratunguvegur formlega opnaður

Innanríkisráðherra og vegamálastjóri opnuðu formlega í gær hinn nýja Bræðratunguveg með brú yfir Hvítá. Með veginum tengjast Bláskógabyggð og Hrunamannahreppur á nýjan hátt og leiðin milli Reykholts og Flúða styttist um 20 km.

Innanríkisráðherra fagnar opnun Bræðratunguvegar.
Innanríkisráðherra fagnar opnun Bræðratunguvegar.

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra og Hreinn Haraldsson vegamálastjóri klipptu á borða við brúna og síðan var verkinu fagnað á Flúðum þar sem þeir og ýmsir fleiri ávörpuðu heimamenn og gesti.

Heildarvegalengd nýs Bræðratunguvegar er um 7,5 km, milli Hrunamannavegar og Biskupstungnabrauta. Vegurinn er 8 m breiður. Brúin Hvítá er 270 m að lengd með tveimur akbrautum auk þess sem 2 m breið göngu/reiðleið er á brúnni. Áætlaður heildarkostnaður vegna verksins er 1.140 m.kr.

Markmið framkvæmdarinnar er að stytta og bæta samgöngur í uppsveitum Árnessýslu og auka umferðaröryggi. Jafnframt er nýjum vegi ætlað að bæta aðgengi ferðamanna og sumarhúsagesta að vinsælum áningar- og ferðamannastöðum.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta