Umræður um gervigreind hjá OECD
Fulltrúar 45 ríkja og vinnumarkaðarins tóku þátt í umræðum um gervigreind (AI) hjá Efnahags- og framfarastofnuninni (OECD) í París, í vikunni, undir hatti “Global Strategy Group”, til að ræða framtíðarstefnumörkun ríkja og samstarf þeirra á milli, með öðrum stofnunum, samtökum og atvinnulífinu.
Sigríður Valgeirsdóttir, skrifstofustjóri í háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu tók þátt í umræðum fyrir Íslands hönd og Unnur Orradóttir Ramette, sendiherra, leiddi umræðuhóp um hvernig stjórnvöld geti komið í veg fyrir neikvæð áhrif sem stafað geta af þessari tækni sem er í hraðri þróun (strategic foresight scenario).
Hér má finna frekari upplýsingar um gervigreind hjá hinu opinbera.