Hoppa yfir valmynd
8. desember 2023 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Sérstakir styrkir vegna óperuverkefna – Auglýst eftir umsóknum í janúar

Menningar- og viðskiptaráðuneytið auglýsir í janúar eftir styrkumsóknum vegna óperuverkefna.

Ráðuneytið vinnur nú að því að efla umgjörð óperustarfsemi á Íslandi samhliða stofnun nýrrar Þjóðaróperu í samræmi við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar.

Menningar- og viðskiptaráðherra hefur því veitt viðbótarfjármagni í Sviðslistasjóð, sérstaklega ætluðu til óperuverkefna, til að styrkja og styðja við grasrótar- og önnur sjálfstæð verkefni. Um er að ræða 45 milljóna kr. framlag og opnað verður fyrir umsóknir í lok janúar árið 2024.

Rannís sér um umsýslu sjóðsins og Sviðslistaráð um mat umsókna. Gert er ráð fyrir að úthlutun fari fram í mars árið 2024. Nánar verður fjallað um verkefnið hér á Stjórnarráðsvefnum í byrjun nýs árs.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta