Hvatning til sveitarfélaga vegna málefna barna og ungmenna
Samráðshópur Sambands íslenskra sveitarfélaga, félagsmálaráðuneytis og menntamálaráðuneytis sendi nýverið út bréf til starfsmanna sveitarfélaga sem starfa að málefnum barna og ungmenna. Hvatt er til sérstakrar árvekni gagnvart líðan, námsstöðu og högum barna og ungmenna í því erfiða árferði sem nú ríkir í efnahagsmálum þjóðarinnar og haft getur margvísleg áhrif á aðstæður þeirra.