Hoppa yfir valmynd
9. september 2022

Jarðvarmaverkefni hafið í Himachal Pradesh

Íslenska fyrirtækið GEG Power stendur nú fyrir tilraunaborunum í jarðvarmaverkefni í Himachal Pradesh-fylki á Norður-Indlandi í samvinnu við indverska aðila. Um er að ræða verkefni í Kinnaur-héraði sem miðar að því að nýta jarðvarma til að kæla geymslur fyrir ávaxtaframleiðslu og þar með styrkja lífsafkomu þeirra sem starfa að þessari framleiðslu og sölu. Verkefnið nýtur styrks frá Heimsmarkmiðasjóði atvinnulífs um þróunarsamvinnu sem utanríkisráðuneytið starfrækir. 

Mikill jarðhiti er í Himachal Pradesh-fylki er mikill jarðhiti sem getur nýst til húshitunar, kælingar, iðnaðarframleiðslu, gróðurhús og einnig í ferðamennsku. Guðni Bragason sendiherra átti 23. júlí fund með Jai Ram Thakur, forsætisráðherra Himachal Pradesh-fylkis til að kynna verkefnið og afla því stuðnings. Indversk stjórnvöld stefna nú markvisst að því að auka hlut endurnýjanlegrar orku í orkunýtingu landsmanna.

  • Jarðvarmaverkefni hafið í Himachal Pradesh - mynd úr myndasafni númer 1

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta