Hoppa yfir valmynd
3. apríl 2020 Matvælaráðuneytið

Heimilt að veita undanþágu frá skilum á kýrsýnum

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur undirritað breytingu á reglugerð nr. 1252/2019 um stuðning í nautgriparækt. Með breytingunni verður ráðuneytinu heimilt við sérstakar aðstæður að veita undanþágu frá skilyrði um skila þurfi inn niðurstöðum kýrsýna (mjólkursýna) úr öllum mjólkandi kúm sem mjólkurframleiðendur skulu taka tvisvar sinnum í hverjum ársfjórðungi, til þess að þátttaka í afurðaskýrsluhaldi teljist fullnægjandi. Fullnægjandi afurðaskýrsluhald er skilyrði fyrir greiðslum til bænda samkvæmt reglugerðinni. Með breytingunni verður því unnt að tryggja óskertar greiðslur til bænda við sérstakar aðstæður.

Með breytingunni er komið til móts við nautgripabændur vegna COVID-19. Vegna smitvarna hafa kýrsýnatökur og greiningar þeirra verið stöðvaðar tímabundið og með breytingunni er leitast við að tryggja það að nautgripabændur verði ekki fyrir fjárhagslegu tjóni sökum þess. Breytingin er unnin í samráði við Matvælastofnun sem telur að tímabundin vöntun á skráningu kýrsýna hafi ekki áhrif á matvælaöryggi.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

15. Líf á landi

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta