Hoppa yfir valmynd
21. mars 2017 Innviðaráðuneytið

Fyrsti fundur ráðherra með með forsvarsmönnum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um húsnæðismál

Samráðsfundur um húsnæðismál - mynd
Forsvarsmenn Reykjavíkurborgar, Kópavogs, Hafnarfjarðar, Mosfellsbæjar, Garðabæjar og Seltjarnarness hittust á fundi með félags- og húsnæðismálaráðherra, aðstoðarmönnum hans og sérfræðingum velferðarráðuneytisins til að ræða stöðuna í húsnæðismálum. Fundinn sátu einnig svæðisskipulagsstjóri Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) og forstjóri Íbúðalánasjóðs.

Ráðherra opnaði fundinn með þeim orðum að stóra málið sé skortur. Hann lagði áherslu á opið og gott samtal milli aðila og reifaði starf starfshóps um aðgerðir í húsnæðismálum.

Í umræðum á fundinum kom fram fjöldi góðra ábendinga frá fundarmönnum um leiðir til að bæta stöðuna á húsnæðismarkaðinum

Stefnt er að því að halda fleiri samráðsfundi þessara aðila. Jafnframt var á fundinum ákveðið að Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu skipi þrjá fulltrúa í starfshóp stjórnvalda um aðgerðir í húsnæðismálum. Með þessu er haldið áfram þeirri vinnu sem stjórnvöld kynntu í lok febrúar sl. en þá var ákveðið að aðgerðahópur fjögurra ráðherra skyldi vinna tillögur um samræmdar aðgerðir á sviði húsnæðismála til að greiða fyrir byggingu lítilla og hagkvæmra íbúða. Íþví skyni var m.a. lögð áhersla á aukið samstarf ríkis og sveitarfélaga við mat á eftirspurn íbúðarhúsnæðis og hvernig sveitarfélögin geti tryggt nægjanlegt framboð lóða. Einnig skyldi horft til umbóta í skipulagslöggjöf til að einfalda þéttingu byggðar og verðlagning lóða og álagning gatnagerðargjalda skoðuð til að kanna hvort núverandi fyrirkomulag hindri á einhvern hátt byggingu lítilla íbúða.

Ríkisstjórnin mun á næstu vikum kynna lista með aðgerðum sem ætlað er að mæta framboðsvanda á húsnæðismarkaði.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta