Vegna ranghermis í tengslum við einkahlutafélag sem fer með stöðugleikaeignir
Vegna ranghermis í fréttum í tengslum við einkahlutafélag sem annast skal umsýslu og fullnustu stöðugleikaeigna, tekur fjármála- og efnahagsráðuneytið fram, að fjármálaráðherra gegnir ekki stjórnarformennsku í félaginu.
Líkt og fram kemur í breytingum á lögum um Seðlabanka Íslands sem samþykktar voru í mars og varða málið, skipar ráðherra stjórn félagsins, en í henni sitja 3 aðalmenn og 2 varamenn. Unnið er að stofnun félagsins og er gert ráð fyrir að það taki til starfa á næstu dögum.