Finnskur prófessor fékk Norrænu lýðheilsuverðlaunin
Pekka Puska, finnskur prófessor og forstjóri Lýðheilsustöðvar í Helsingfors tók við Norrænu lýðheilsuverðlaununum á fundi norrænu heilbrigðis- og félagsmálaráðherranna sem haldinn er í Þórshöfn í Færeyjum. Verðlaunin eru fimmtíu þúsund sænskar krónur og eru veittar einstaklingi, samtökum eða stofnun fyrir markvert framlag til lýðheilsu á Norðurlöndum. Pekka Puska hefur getið sér gott orð alþjóðlega fyrir Nordkarelanen verkefnið sem byggist á rannsóknum á hjartasjúkdómum en umfram allt hvernig draga má úr líkum á sjúkdómnum með heilbrigðum lífsháttum, eða m.ö.o. forvörnum. Í rökstuðningi dómnefndar segir m.a.: “Pekka Puska, prófessor, hefur tekið þátt í Nordkarelenen verkefninu sem vísindamaður en fyrst og fremst sem forstöðumaður allt frá því var hleypt af stokkunum 1972. Reynslan af verkefninu hefur haft mikil áhrif á skilning manna á því hvaða þættir hafa áhrif á heilsufar og hver áhrif forvarna á heilbrigðissviði geta orðið. Pekka Puska hefur ekki aðeins lagt sitt af mörkum á sviði rannsókna hann hefur einnig lagt áherslu á að gera rannsóknaniðurstöðurnar aðgengilegar almenningi í fjölmiðlum. Hann hefur lagt áherslu á þátt frjálsra félagasamtaka á sviði lýðheilsu og á mikilvægi kvenna í félögum og samtökum almennings.” Lars Lökke Rasmussen, danski heilbrigðis- og innanríkisráðherrann og Lars Cernerud, skólastjóri Norræna lýðháskólans í Gautaborg afhentu verðlaunin.
Sjá nánar á heimasíður Norræna lýðháskólans: www.nhv.se