Hoppa yfir valmynd
20. október 2020 Matvælaráðuneytið

Efla viðbrögð við plöntusjúkdómum

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur ákveðið að endurskoða reglugerð (nr. 189/1990) sem snýr að innflutningi og útflutningi á plöntum og gera nauðsynlegar breytingar á reglugerðinni með það að markmiði að efla varnir gegn plöntusjúkdómum og styrkja regluverkið. Við endurskoðunina verður m.a. hugað að því að efla viðbrögð við plöntusjúkdómum innanlands, styrkja utanumhald við innflutning og auka öryggi gagnvart nýgengi plöntusjúkdóma við innflutning.

Ráðherra hefur gert samning við Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins (RML) um að veita ráðgjöf og taka þátt í vinnu við breytingarnar. Helgi Jóhannesson, sérfræðingur í garðyrkju hjá RML, mun skila tillögum að nauðsynlegum breytingum til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins fyrir 1. febrúar 2021. Víðtækt samráð verður viðhaft við hagsmunaaðila.

Árið 2020 er alþjóðlegt ár plöntuheilbrigðis hjá Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) sem bendir á mikilvægi þess að huga að plöntuheilbrigði og hvernig hún tengist umhverfisvernd, minni fátækt og hungri, heimsmarkmiðum SÞ og hvernig hún hefur jákvæð áhrif á efnahagsþróun.  Hægt er að kynna sér ár plöntunnar hér.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

15. Líf á landi
14. Líf í vatni
17. Samvinna um markmiðin

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta