Hoppa yfir valmynd
26. september 2018 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Drög að reglugerð um landverði til umsagnar

Fræðsla landvarða við Hengifoss - myndVatnajökulsþjóðgarður

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að nýrri reglugerð um landverði.

Landverðir starfa á náttúruverndarsvæðum, annast daglegan rekstur og umsjón þeirra, sinna fræðslu og fara með eftirlit. Í reglugerðinni er meðal annars kveðið á um nám og endurmenntun landvarða, ráðningar í störf landvarða, hlutverk, starfsskyldur og valdheimildir þeirra .

Reglugerðin mun koma í stað eldri reglugerðar nr. 61/1990 um landverði.

Umsögnum skal skilað í samráðsgátt Stjórnarráðsins eigi síðar en 9. október nk.

Reglugerð um landverði í Samráðsgátt


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta