Dómnefnd skilar umsögn um umsækjendur um embætti landsréttardómara
Dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara hefur skilað umsögn sinni um umsækjendur um embætti dómara við Landsrétt sem auglýst var laust til umsóknar í Lögbirtingablaði 11. mars 2022.
Alls bárust átta umsóknir um embættið en einn umsækjenda dró umsókn sína til baka þann 20. maí.
Niðurstaða dómnefndar er sú að Kristinn Halldórsson, héraðsdómari, sé hæfastur umsækjenda til að hljóta skipun í embætti dómara við Landsrétt sem auglýst var laust til umsóknar þann 11. mars 2022.
Dómnefndina skipuðu: Eiríkur Tómasson, formaður, Helga Melkorka Óttarsdóttir, Kristín Benediktsdóttir, Óskar Sigurðsson og Þorgeir Örlygsson.