Yfir hundrað milljónum króna úthlutað í styrki til fjölbreyttra umhverfisverkefna
Árlega veitir umhverfis- og auðlindaráðuneytið styrki til umhverfisverkefna og reksturs félagasamtaka sem starfa að umhverfismálum á grundvelli umsókna.
Í ár hlutu 42 verkefni verkefnastyrk og nemur heildarupphæð styrkjanna tæplega 52,5 milljónum króna. Þar af eru þrír styrkir veittir til 2ja ára. Að auki koma til greiðslu á árinu 12,5 milljónir króna vegna verkefna sem veitt voru til 2-3 ára á árinu 2020.
Þá hefur ráðuneytið úthlutað 49 milljónum króna í rekstrarstyrki til 25 frjálsra félagasamtaka.
Fjölbreytt verkefni styrkt
Alls bárust ráðuneytinu 57 umsóknir um verkefnastyrki og var heildarupphæð umsókna 136,7 milljónir króna, þar af tæplega 115 milljónir fyrir árið 2021. Verkefnin sem hljóta styrki að þessu sinni ná yfir fjölbreytt svið loftslagsverkefna, hringrásarhagkerfis, náttúruverndar, landupplýsinga, veiðistjórnunar, skógræktar og plastmengunar svo dæmi séu tekin.
Meðal þeirra verkefna sem nú hljóta styrki eru nýting seyru frá fjallaskálum til uppgræðslu og nýting glatvarma til matvælaframleiðslu. Eins voru veittir styrkir vegna vitundarvakningar um hringrásarhagkerfið, fatasóun og baráttuna gegn plastmengun, sem og verkefni sem snúa að fuglalífi, votlendi, landgræðslu og landbótum. Þá má einnig nefna náttúrukort, kvikmyndasýningu, stafræna kortlagningu skógræktar, sem og ráðstefnur, málþing og fundi um ólík umhverfismál, sem og umhverfisfræðslu í ýmsu formi.
Markhóparnir sem verkefnin ná til eru allt frá eldri borgurum til ungmenna og allt þar á milli.
„Frjáls félagasamtök og einstaklingar inna af hendi afskaplega mikilvægt starf í umhverfismálum og náttúruvernd“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra. „Það er gríðarlega mikilvægt að geta stutt við verkefni innan þessara geira, sem ella myndu ef til vill ekki ná fram að ganga. Við höfum aukið umtalsvert við styrkfjárhæðina undanfarin ár. Bæði í ár og í fyrra lögðum við sérstaka áherslu á að styrkja verkefni sem tengjast loftslagsmálum og hringrásarhagkerfi, en hvort tveggja hefur verið áherslumál hjá mér í minni ráðherratíð.“
Eftirtalin verkefni hlutu styrk að þessu sinni:
Nafn umsækjanda |
Heiti verkefnis |
Upphæð |
Ár |
Andri Már Þórhallsson |
Plöntum: Aukin þátttaka almennings í fjármögnun skógræktar. |
3.000.000 |
|
Austurbrú ses |
Vitundarvakning um hringrásarhagkerfið á Austurlandi |
1.900.000 |
|
Blái herinn |
Plasthreinasta landhelgi í heimi( Úr viðjum plastsins) |
2.000.000 |
|
Eldvötn |
Afmælismálþing í tilefni áratugar starfsafmælis Eldvatna |
500.000 |
|
Ferðafélag Íslands |
Nýting seyru frá fjallaskálum til uppgræðslu |
3.300.000 |
2 |
Ferðaklúbburinn 4x4 |
Landbætur og aukið öryggi ferðamanna á hálendi Íslands |
720.000 |
|
Fjöregg |
Barátta gegn ágengum tegundum í lífríki Mývatnssveitar |
800.000 |
|
Fuglaverndarfélag Íslands |
Evrópufundur BirdLife International |
240.000 |
|
Fuglaverndarfélag Íslands |
Skipulögð skráning flækingsfugla á Íslandi |
750.000 |
|
Fuglaverndarfélag Íslands |
Endurheimt votlendis í Fuglafriðlandinu í Flóa |
650.000 |
|
Fuglaverndarfélag Íslands |
Málstofa um vindorkuver |
400.000 |
|
Fuglaverndarfélag Íslands |
Hlúð að lífríkinu í Hafnarhólma |
436.000 |
|
Johannes Theodorus Welling |
Aðlögun náttúruferðamennsku á Íslandi að áhrifum loftslagsbreytinga |
1.000.000 |
|
Jöklarannsóknafélag Íslands |
Bætt aðgengi að Jökli, tímariti Jöklarannsóknafélags Íslands |
1.550.000 |
|
Kvenfélagasamband Íslands |
Vitundarvakning um fatasóun |
1.700.000 |
|
Landvernd |
Hálendið er land þitt. |
2.000.000 |
|
Landvernd |
Nýja náttúrukortið |
900.000 |
|
Landvernd |
Græni kraginn |
1.500.000 |
|
Landssamband eldri borgara |
Umbúðalausir eldri borgarar |
1.800.000 |
|
LÍSA |
Upplýsingagátt -Aðgengi að innlendu og erlendu fræðsluefni og sögulegu efni |
250.000 |
|
LÍSA |
Erlent samstarf |
240.000 |
|
Náttúruverndarsamtök Austurlands |
Hálendi Austurlands |
500.000 |
|
Náttúruverndarsamtök Íslands |
Samningafundur Sþ. um verndun og nýtingu líffræðilegs fjölbreytileika sjávar |
890.000 |
|
Náttúruverndarsamtök Íslands |
Orkuskipti, skipulag og almenningssamgöngur |
750.000 |
|
Náttúruverndarsamtök Íslands |
Ferð vegna 26. þings aðildarríkja Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna |
770.000 |
|
Náttúruverndarsamtök Suð-vesturlands |
Vatnsból og vatnverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins |
200.000 |
|
Óli-Film ehf. |
Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur - mynd |
2.200.000 |
2 |
Pétur Þór Jónasson |
Ráðstefnan Maturinn, jörðin og við |
200.000 |
|
Plastlaus september |
Plastlaus september |
4.000.000 |
|
Samtök Sveitarfélaga á Norðurlandi vestra |
Nýting glatvarma í hringrásarhagkerfinu í staðbundinni matvælaframleiðslu. |
6.000.000 |
2 |
Samtök um náttúruvernd Norðurlands |
Kvikmyndasýning á Akureyri - "Tomorrow" |
300.000 |
|
Skotvís |
Útfösun á plasti úr forhlöðum og skotum |
350.000 |
|
Skotvís |
Ársfundur FACE 2020 |
325.000 |
|
Skógræktarfélag Íslands |
Fundur European Forest Network á Íslandi |
1.100.000 |
|
Skógræktarfélag Íslands |
Opin skógur - umhirða eldri reita |
500.000 |
|
Skógræktarfélag Íslands |
Innleiðing stafrænnar kortlagningar skógræktar |
2.000.000 |
|
Skógræktarfélag Rangæinga |
Útivistarskógur |
500.000 |
|
Surtseyjarfélagið |
Friðlandið í Surtsey: Búnaður og fræðsla |
1.400.000 |
|
Ungir umhverfissinnar |
Framtíðarsýn ungs fólks á hálendið |
650.000 |
|
Ungmennafélagið Þristur |
Náttúruskólinn |
1.000.000 |
|
Veraldarvinir |
Brú - miðstöð sjálfbærni fræðslu og umhverfisverndar |
1.700.000 |
|
Þorvarður Árnason |
Óbyggð víðerni á Íslandi: Alþýðlegt fræðirit |
1.500.000 |
|
52.471.000 |
Tæpar 50 milljónir til reksturs félagasamtala
Þá hefur ráðherra úthlutað styrkjum til reksturs 25 félagasamtaka sem starfa á málasviði ráðuneytisins. Í ár námu styrkirnir 49 milljónum króna og er það aukning sem nemur um 10 m.kr. frá fyrra ári
Eftirtalin félagasamtök hlutu rekstrarstyrk á árinu 2021:
Samtök/félag |
Styrkfjárhæð 2021 |
Blái herinn |
600.000 |
Eldvötn |
760.000 |
Fjöregg |
360.000 |
Fuglaathugunarstöð Suðausturlands |
400.000 |
Fuglavernd |
4.320.000 |
Garðyrkjufélag Íslands |
1.260.000 |
Gróður fyrir fólk |
800.000 |
Grænni byggð |
600.000 |
Hið íslenska náttúrufræðifélag |
1.300.000 |
Hraunavinir |
130.000 |
Landvernd |
14.280.000 |
LÍSA Samtök |
400.000 |
Náttúruverndarsamtök Austurlands |
890.000 |
Náttúruverndarsamtök Íslands |
6.660.000 |
Náttúruverndarsamtök Suðurlands |
960.000 |
Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands |
500.000 |
Samtök Útivistarfélaga |
1.480.000 |
Sjálfboðaliðasamtök um náttúruvernd SJÁ |
140.000 |
Skotveiðifélag Íslands |
1.320.000 |
Skógræktarfélag Akranes |
400.000 |
Skógræktarfélag Íslands |
7.060.000 |
Skógræktarfélag Kópavogs |
400.000 |
SUNN - Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi |
800.000 |
Ungir umhverfissinnar |
2.580.000 |
Veraldarvinir |
600.000 |
49.000.000 |