Hoppa yfir valmynd
17. maí 2019 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Stærsti sigurinn að vera með

 Sambandið hlaut veglegan styrk í tilefni afmælisins. - mynd

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, færði í dag Íþróttasambandi fatlaðra tvær milljónir að gjöf í tilefni af 40 ára afmæli sambandsins. Sömuleiðis blómvönd fyrir hönd ríkisstjórnarinnar. Íþróttasamband fatlaðra hefur frá upphafi barist kröftuglega fyrir aukinni þátttöku fatlaðs fólks í íþróttum. Þannig hefur það stutt við aukinn þroska þess, sjálfstraust, sjálfsvitund og um leið aukið  möguleika þess til að takast á við þær áskoranir sem lífið býður upp á.

„Ég hef verið þeirrar gæfu og gleði aðnjótandi að fá að sjá með eigin augum þá ótrúlegu krafta sem búa innan sambandsins. Meðal annars þegar ég fékk að fylgja íslenska hópnum sem keppti á heimsleikum Special Olympics í Abu Dhabi fyrr á þessu ári,“ sagði Ásmundur Einar á afmælishátíðinni. Hann minnti gesti sömuleiðis á þá staðreynd að á meðal mesta afreksfólks íslenskra íþrótta er íþróttafólk með fatlanir. Má þar nefna Kristínu Rós Hákonardóttur, sem var tekin inn í Heiðurshöll ÍSÍ árið 2013.

Ásmundur Einar sagði starfsemi sambandsins hafa mikilvæga samfélagslega þýðingu. „Það styrkir félagslegar aðstæður barna og ungmenna og eiga einkunnarorð þess einkar vel við á þessum tímamótum en þau eru: stærsti sigurinn er að vera með.” 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta