Föstudagspósturinn 21. október 2022
Heil og sæl.
Við heilsum héðan af Rauðarárstígnum og færum ykkur það helsta sem hefur átt sér stað í utanríkisþjónustunni síðustu daga.
Af nógu er að taka en við hefjum leik á fréttatilkynningu ráðuneytisins um þvingunaraðgerðir Evrópusambandsins sem Ísland framfylgir einnig en ákveðið var að grípa til aðgerða gagnvart Íran vegna aðildar þarlendra stjórnvalda að dauða Mahsa Amini og ofsóknum gegn friðsömum mótmælendum. Ráðherraráð Evrópusambandsins bætti á mánudag ellefu einstaklingum og fjórum lögaðilum á lista yfir þá sem sæta þvingunaraðgerðum skv. gildandi regluverki sambandsins. Um er að ræða einstaklinga og stofnanir, þar á meðal siðferðislögreglu og almenna lögreglu, sem ýmist eru talin bera ábyrgð á dauða ungrar konu sem sat í varðhaldi fyrir að bera ekki höfuðslæðu í samræmi við reglur, eða ofbeldisfullum aðgerðum gegn friðsömum mótmælendum í landinu.
Þau sem hafa mótmælt örlögum Möhsu Amini og því ofríki sem konur í Íran þurfa að búa við hafa sætt fádæma hörku og ofbeldi af hálfu yfirvalda sem er ekki hægt að una við heldur bregðast, bæði með skýrri fordæmingu og raunverulegum aðgerðum.https://t.co/T9RvYsdP5x
— Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir🇮🇸 (@thordiskolbrun) October 18, 2022
Staðan í Íran hefur verið til umræðu á ýmsum stöðum í vikunni en Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra tók þátt í fjarfundi kvenkyns utanríkisráðherra í vikunni sem haldinn var að frumkvæði Mélanie Joly, utanríkisráðherra Kanada. Alvarleg mannréttindabrot í Íran, ekki síst gegn konum og börnum, voru í brennidepli
I am shocked and saddened by the brutal repression in Iran since the horrendous killing of Mahsa Amini. I am in awe of the courage of the heroes who protest in the streets. Thank you @melaniejoly for gathering female FMs. We have a duty to take a firm stand with freedom. pic.twitter.com/EdYWBOjqKc
— Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir🇮🇸 (@thordiskolbrun) October 21, 2022
Þá fundaði ráðherra með Maroš Šefčovič varaforseta framkvæmdastjórnar ESB í utanríkisráðuneytinu í gærmorgun. Samstaðan með Úkraínu, EES-samstarfið og samstarf Íslands og Evrópusambandsins voru helstu umfjöllunarefni fundarins. Þórdís Kolbrún tók einnig þátt í málstofu sem helguð var EES-samstarfinu ásamt Šefčovič.
„Það er mikilvægt að eiga gott samstarf og samráð við okkar helstu vinaþjóðir í Evrópu og sameiginlegar stofnanir þeirra, ekki síst á þeim umbrotatímum sem við lifum nú. Heimsóknin er gott tækifæri til að kynna áherslur okkar og mál. Við vorum sammála um mikilvægi EES-samstarfsins og að samningsaðilar leggi rækt við samstarfið svo það þjóni áfram sameiginlegum hagsmunum okkar,“ sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra.
It was a pleasure to welcome @MarosSefcovic to 🇮🇸 to discuss 🇮🇸-🇪🇺 relations. For almost 30 years the EEA Agreement has been the backbone of our relations & brought countless benefits to our societies. Together we can ensure that it continues to do so in these turbulent times. pic.twitter.com/GpbubwmJHv
— Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir🇮🇸 (@thordiskolbrun) October 21, 2022
Ráðherra fundaði sömuleiðis með David Beasley, framkvæmdastjóra Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (WFP), í ráðuneytinu í morgun. Alvarleg staða mannúðarmála í heiminum og stuðningur Íslands við WFP voru á meðal umræðuefna fundarins en íslensk stjórnvöld tilkynntu í vikunni að þau myndu tvöfalda kjarnaframlag sitt til stofnunarinnar á þessu ári eða sem nemur hundrað milljón krónum.
It was a pleasure welcoming @WFPChief David Beasley in Reykjavík today. We had important and enlightening discussions on the current global food crisis affecting millions across the globe and Iceland’s support to @WFP. pic.twitter.com/i3dfjFDJdX
— Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir🇮🇸 (@thordiskolbrun) October 21, 2022
En þá að sendiskrifstofunum:
Í Kaupmannahöfn tók Helga Hauksdóttir sendiherra á móti Pernille Fenger, yfirmanni Norðurlandaskrifstofu mannfjöldasjóðs Sameinuðu þjóðanna, UNFPA, sem hefur aðsetur í Kaupmannahöfn.
Sendiráð okkar í Osló hélt kynningarviðburð um myndlistarverkefnið Økofilosofiske dialoger í samstarfi við myndlistarkonurnar Hildi Björnsdóttur og Cathrine Finsrud og norska menningarráðið.
Auðunn Atlason, sendiherra og alþjóðafulltrúi forsætisráðuneytisins, stýrði umræðum forseta Íslands Guðna Th. Jóhannessonar og forseta Finnlands, Sauli Niinistö, sem er hér á landi í opinberri heimsókn.
Honored to moderate yesterday´s fire-side chat between the Presidents of Finland and Iceland on Nordic cooperation in testing times https://t.co/CpvnRFn9MV
— Auðunn Atlason (@audunnatla) October 20, 2022
Í London fékk sendiráðið heimsókn frá Churchill klúbbnum á Íslandi á dögunum sem kominn var til London til þess að fræðast um Winston Churchill og skoða heimaslóðir hans. Heimsótti klúbburinn meðal annars breska þinghúsið og Cabinet War Rooms, Blenheim-höllina þar sem Churchill fæddist og Chartwell, sveitasetur Churchill í Kent.
Þá var salurinn í sendiráðinu nýttur til æfinga fyrir óperuna Music and the Brain eftir Helga R. Ingvarsson.
Í Genf fór fram fjórða umræða um fríverslunarsamning EFTA-ríkjanna og Moldóvu.
Good progress made during the the 4th. round of #FTA negotiations between EFTA and Moldova. Our ambition is to soon conclude a comprehensive free trade agreement advancing peace, prosperity and economic cooperation for all our people. https://t.co/nVNoyaR6pw
— Iceland in Geneva 🇮🇸 (@IcelandinGeneva) October 19, 2022
Fundi framkvæmdastjórnar UNESCO lauk á miðvikudag. Ísland leiddi vinnu 50 ríkja vegna ályktunar um verkefni UNESCO í Afganistan þar sem m.a. var samþykkt að fela stofnunni að gera úttekt á stöðu menntamála í landinu.
The 215th #UNESCO Executive Board session has come to an end.
— L’Islande à Paris 🇮🇸 (@IcelandinParis) October 20, 2022
Team #IcelandUNESCO 🇮🇸 thanks @EXBChairUNESCO & all colleagues for efforts on several important decisions, including those on Ukraine, Afghanistan, #culture, #education, human resource issues & others. pic.twitter.com/3yxlMQ5Ed2
Í Strassborg var Róbert Spanó kvaddur en hann lýkur störfum sem forseti mannréttindadómstólsins 1. nóvember næstkomandi.
Last exchange of views between the @coe Committee of Ministers and Robert Spano in his capacity as President of the @ECHR_CEDH.
— Iceland at CoE 🇮🇸 (@IcelandCoE) October 19, 2022
Delegations expressed their deep appreciation for the efforts of Spano to ensure that the European Court of Human Rights remains a Court that matters🙏 pic.twitter.com/qadlAHYLGu
Okkar fólk í Washington tók á móti þingnefnd frá Alþingi í vikunni og hafði í nógu öðru að snúast - þar á meðal var móttaka í tengslum í tengslum við fund styrktaraðila og meðlima í mannréttindasjóði Alþjóðabankans.
Pleasure to have a delegation from parliament of 🇮🇸 @Althingi visiting Washington this week. Today started with briefings with embassy staff. Busy days ahead: meetings with representatives from US admin incl. @StateDept, think tanks, World Bank & IMF and visit to @kerecis pic.twitter.com/CXHSEsQ4oU
— Iceland in US 🇮🇸 (@IcelandInUS) October 17, 2022
The Embassy had the pleasure to host members, donors & grantees of #WorldBank Human Rights, Inclusion & Empowerment Umbrella Trust Fund @WBG_Inclusion in relation to their partnership council meeting in DC. 🇮🇸is a proud supporter of the trust fund & among founding members. pic.twitter.com/VMvE36lCQC
— Iceland in US 🇮🇸 (@IcelandInUS) October 18, 2022
Nikulás Hannigan aðalræðismaður Íslands í New York heimsótti OTC Markets Group kauphöllina.
Jörundur Valtýsson fastafulltrúi Íslands gagnvart Sameinuðu þjóðunum átti gott samtal við forseta 77. allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna.
Thank you for the excellent conversation @UN_PGA. You will continue to have 🇮🇸 support. https://t.co/Dl2jr1Ma70
— Jorundur Valtysson 🇮🇸 (@jvaltysson) October 17, 2022
Þá hélt Ísland ræðu sínu í 3. nefnd um stöðu mannréttinda og hefur þá lokið almennum málatilbúnaði í öllum helstu nefndum þingsins.
In #ThirdCommittee of #UNGA77 🇺🇳 #Iceland 🇮🇸 emphasized that together we need to fight discontent and suspicion of the values of #democracy, #freedom, and #humanrights and defend a system where dissent is an integral part of public discourse
— Iceland at UN 🇮🇸 (@IcelandUN) October 20, 2022
👉 https://t.co/UtQyB3qF13 pic.twitter.com/uRPZgI67V2
Elín Rósa Sigurðardóttir, skrifstofustjóri þróunarsamvinnuskrifstofu, og Steingrímur Sigurgeirsson, sérfræðingur á þróunarsamvinnuskrifstofu, sóttu ársfund Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Washington í síðustu viku. Heimsfaraldur COVID-19 og innrás Rússa í Úkraínu settu mark sitt á fundinn. Báðir atburðir hafa víðtækar afleiðingar sem magna upp þær krísur sem voru fyrir hendi og snerta fæðuöryggi, orku og loftslagsbreytingar. Lene Lind stjórnarmaður í kjördæmi Íslands í bankanum tísti frá fundinum.
The Nordic Baltic Constituency at Governor level gathered at the @WorldBank HQ yesterday to discuss joint constituency priorities at the WBG Board and hear from VP Juergen Voegele about #climateaction and #sdg2030 implementation @WBG_Climate @WBG_Environment pic.twitter.com/EWFgbTRdwB
— Lene Lind (@LeneNatashaLind) October 13, 2022
Á dögunum fór svo fram fyrsta pólitíska samráð íslenskra og kanadískra stjórnvalda í utanríkisráðuneytinu.
Þórir Ibsen sendiherra Íslands í Kína veitti Mark Viravan ræðismanni Íslands í Bangkok fálkaorðuna.
Honoured to present on behalf of President of Iceland the Order of the Falcon to Consul Mark Viravan in Bangkok for service to Icelanders & 🇮🇸🇹🇭 relations Grateful for the presence of high level representatives of Thai Foreign Affairs & of Icelandic companies and citizens pic.twitter.com/zc2Nesk7Lw
— Thorir Ibsen (@ThorirIbsen) October 18, 2022
Þá tók hann þátt í blaðamannafundi í tengslum við norrænu kvikmyndahátíðinna sem fram fer í bakgarði danska sendiráðsins í Taílandi.
Great press meeting at the 🇫🇮 residence with my #Nordic colleagues in Bangkok introducing the upcoming 🇩🇰🇫🇮🇮🇸🇳🇴🇸🇪 Nordic film festival at the 🇩🇰 Embassy https://t.co/97gtVAiGdU pic.twitter.com/PSb0AmZGUh
— Thorir Ibsen (@ThorirIbsen) October 18, 2022
Okkar fólk á Indlandi fagnaði svo Diwali-hátíðinni.
Þá var það ekki fleira í bili.
Bestu kveðjur frá upplýsingadeild.