Hoppa yfir valmynd
7. desember 2012 Dómsmálaráðuneytið

Ingveldur Einarsdóttir sett hæstaréttardómari

Ingveldur Einarsdóttir, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, hefur verið sett hæstaréttardómari til tveggja ára, frá 1. janúar næstkomandi. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra afhenti henni í dag setningarbréf þessu til staðfestu og um leið ritaði hún undir drengskaparheit.

Ögmundur Jónasson hefur sett Ingveldi Einarsdóttur í embætti hæstaréttardómara til tveggja ára.
Ögmundur Jónasson hefur sett Ingveldi Einarsdóttur í embætti hæstaréttardómara til tveggja ára.

Ingveldur var ein fimm umsækjenda um embættið sem auglýst var 2. október síðastliðinn. Auk Ingveldar sóttu um embættið Aðalheiður Jóhannsdóttir, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, Arnfríður Einarsdóttir, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, Ása Ólafsdóttir, dósent við Háskóla Íslands, og Þorgeir Ingi Njálsson, dómstjóri Héraðsdóms Reykjaness. Niðurstaða dómnefndar var sú að þau Ása Ólafsdóttir, Ingveldur Einarsdóttir og Þorgeir Ingi Njálsson væru hæfust umsækjenda til að gegna embættinu.

Ögmundur Jónasson hefur sett Ingveldi Einarsdóttur í embætti hæstaréttardómara til tveggja ára.

Sem fyrr segir er Ingveldur Einarsdóttir sett í embætti hæstaréttardómara frá 1. janúar 2013 og gildir setning hennar til ársloka 2014.

 

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta