Hoppa yfir valmynd
14. ágúst 2024 Forsætisráðuneytið

Mál nr. 12/2024 - Úrskurður

Úrskurður kærunefndar jafnréttismála

 

 

A

gegn

B

 

Frávísun. Lögsaga.

Máli A gegn B var vísað frá kærunefnd þar sem lögsaga kærunefndar jafnréttismála tók ekki til U.

  1. Á fundi kærunefndar jafnréttismála 14. ágúst 2024 er tekið fyrir mál nr. 12/2024 og kveðinn upp svohljóðandi úrskurður:
  2. Með kæru, dags. 24. apríl 2024, kærði A ákvörðun B, sem virðist vera skráð í Ísrael, um að ráða hana ekki í fyrirhugað starf hjá fyrirtækinu hér á landi. Af kæru má ráða að hún telji að kærði hafi þar með brotið gegn lögum nr. 150/2020, um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna.

     

    NIÐURSTAÐA

  3. Í 1. mgr. 1. gr. laga nr. 150/2020 kemur fram að markmið laganna sé að koma í veg fyrir mismunun á grundvelli kyns og koma á og viðhalda jafnrétti og jöfnum tækifærum kynjanna á öllum sviðum samfélagsins. Samkvæmt 1. mgr. 19. gr. laganna er atvinnurekendum óheimilt að mismuna umsækjendum um starf á grundvelli kyns.
  4. Samkvæmt 1. gr. laga nr. 151/2020, um stjórnsýslu jafnréttismála, gilda lögin um stjórnsýslu á sviði jafnréttismála á því sviði sem löggjöf um jafnréttismál tekur til, m.a. laga um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna, og um störf kærunefndar jafnréttismála. Samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laganna tekur kærunefnd jafnréttismála til meðferðar kærur sem til hennar er beint samkvæmt framansögðu og kveður upp skriflegan úrskurð um hvort ákvæði laganna hafi verið brotin.
  5. Af ákvæðum laga nr. 150/2020 og 151/2020 verður ekki önnur ályktun dregin en að lögin gildi um atvinnurekendur sem hafa fasta starfsstöð hér á landi í skilningi laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, og þar með skráð aðsetur. Ekki verður séð að kærði hafi hafið starfsemi hér á landi eða sé með starfsstöð hérlendis. Að því virtu verður ekki hjá því komist að vísa málinu frá kærunefnd þar sem það fellur ekki undir lögsögu nefndarinnar.

 

Ú r s k u r ð a r o r ð

Máli þessu er vísað frá kærunefnd jafnréttismála.

 

Kristín Benediktsdóttir

 

Andri Árnason

 

Ari Karlsson

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta