Hoppa yfir valmynd
25. september 2018 Forsætisráðuneytið

Forsætisráðherra heimsótti Slysavarnafélagið Landsbjörgu

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Smári Sigurðsson, formaður stjórnar Slysarvarnarfélagsins Landsbjargar - mynd
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, heimsótti í dag Slysavarnafélagið Landsbjörgu í Skógarhlíð og fundaði með fulltrúum stjórnar félagsins. Starfsemi félagsins var rædd sem og þróun hennar undanfarin ár. Miklar breytingar hafa orðið á verkefnum Slysavarnafélagsins á undanförnum árum sem meðal annars birtast í stórauknum fjölda útkalla.

Katrín Jakobsdóttir:
„Slysavarnafélagið Landsbjörg gegnir veigamiklu hlutverki þegar kemur að fyrstu viðbrögðum við slysum og áföllum og er mikilvægur þáttur í almannavörnum Íslands.“

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta