Tvísköttunarsamningur við Ástralíu tekur gildi
Markmið tvísköttunarsamningsins við Ástralíu, sem nær til tekjuskatta, er að koma í veg fyrir tvísköttun á viðskipti milli ríkjanna og vinna gegn skattaundanskotum. Með því að ryðja úr vegi skattalegum hindrunum auðveldar samningurinn viðskipti milli ríkjanna og hvetur til gagnkvæmra fjárfestinga. Þá mun samningurinn jafna samkeppnisstöðu íslenskra fyrirtækja á erlendum vettvangi og auka fyrirsjáanleika í viðskiptum.
Samningurinn verður birtur í Stjórnartíðindum.