Hoppa yfir valmynd
6. apríl 2020 Innviðaráðuneytið

Skipulagsbreytingar sveitarfélaga vegna Borgarlínu í samráðsgátt

Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafa lagt sameiginlega verk- og matslýsingu vegna breytinga á aðalskipulagi Kópavogs og Reykjavíkur fram til kynningar í samráðsgátt stjórnvalda. Allir hafa tækifæri til að senda inn umsögn eða ábendingar en frestur til að skila umsögn er til og með 9. maí nk.

Breytingarnar felast í að staðsetja legu fyrstu lotu Borgarlínu og svokallaðrar kjarnastöðvar milli Hamraborgar í Kópavogi og Ártúnshöfða í Reykjavík, ásamt fyrirhuguðum breytingum á Sæbraut og Miklubraut.

Þetta er í fyrsta skipti sem samráðsgátt stjórnvalda er notuð til að kynna skipulagsbreytingar á vegum sveitarfélaga en Borgarlínuverkefnið er samstarfsverkefni ríkis og sveitarfélaga. Hægt er að senda inn umsögn og ábendingar í samráðsgáttina eða á netföngin [email protected], [email protected] eða [email protected].

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta