Friðgeir Haraldsson
Nefndarmenn.
Set fram eftirfarandi tillögur um breytingu á Stjórnarská Lýðveldisins og er þetta helzt;
Að landið verði eitt kjördæmi og þar með yrði tryggður jafn atkvæðisréttum um ókomna tíð svo og myndi rígur milli byggðalaga og átök og kjördæmapot alþingismanna heyra sögunni til.
Að embætti forseta Lýðveldisins myndi verða fellt niður og það vald flutt til forseta hæstaréttar og forseta Alþingis.
Að þágufallsmyndin Alþingi víki fyrir nefnifallinu Alþing - samanber Kjalarnesþing og sameinað þing, enda miklu svip-og rismeira að segja ALÞING.
Að miklu skýrari verði mörk milli þrískiptingar valdsins þ.e. ráðherrar hafi ekki atkvæðisrétt á löggjafarþingi enda verði þeir alfarið og eingöngu æðstu yfirmenn framkvæmdavaldsins og kosnir til starfans af viðkomandi starfsstéttum t.d. ráðherra heilbrigðis af heilbrigðisstéttum, ráðherra mennta af menntastéttum o.s.frv., en alþingismenn eingöngu kosnir til að setja lög og aðrar leikreglur samfélagsins. Sérstök nefnd skal velja dómara og sýslumenn.
Aðskilja ber ríki og kirkju.
Læt þetta nægja að sinni en áskil mér rétt til að senda inn annað skeyti síðar.
Kveðjur
Friðgeir Haraldsson
Melgerði 10
200 Kópavogi
kt. 1712523509