Guðlaugur Þór lýsir yfir áhyggjum vegna handtöku Navalní
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra hefur lýst yfir áhyggjum af handtöku rússneska stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní sem sneri aftur til Moskvu í dag eftir að hafa dvalið í Berlín frá því að honum var byrlað taugaeitur í ágústmánuði. Guðlaugur Þór birti yfirlýsingu sína á Twitter í kvöld:
Dismayed by the arrest & detention of #Russian opposition leader Alexei @navalny after arriving in #Moscow today. Urging #Russian authorities to release him without delay. Russia must come clear regarding the circumstances of his #Novichok poisoning as documented by the #OPCW
— Guðlaugur Þór (@GudlaugurThor) January 17, 2021
Guðlaugur Þór kallar einnig eftir því að rússnesk stjórnvöld taki þátt í rannsókn á tilræðinu við Navalny. Eins og helstu lýðræðisríki hafa íslensk stjórnvöld fordæmt tilræðið og kallað eftir rannsókn rússneskra stjórnvalda á því allt frá því að ljóst varð að Navalny hefði verið byrlað eitur. Efnavopnastofnunin (OPCW) hefur staðfest niðurstöður franskra og sænskra sérfræðinga sem sýna fram á að Novichok-taugaeitur hafi verið notað í tilræðinu, sem hafi því verið brot á efnavopnasamningnum. Rússnesk stjórnvöld hafa hingað til ekki svarað ákalli um að rannsaka málið.
Helstu yfirlýsingar íslenskra stjórnvalda vegna málsins eru eftirfarandi:
Sameiginleg yfirlýsing utanríkisráðherra Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna, Tallinn 9. September 2020
Ræða Íslands í umræðum um munnlega yfirlitsskýrslu mannréttindafulltrúa Sameinuðu þjóðanna-HRC45, 15. september 2020
Sameiginleg yfirlýsing norrænu utanríkisráðherranna, 17. september 2020
Sameiginleg ræða Norðurlandanna í afvopnunarnefnd 75. allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna, 9. október 2020
Yfirlýsing utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra á Twitter 2. september 2020:
Shocked by disturbing reports from the German government that Alexei #Navalny @navalny was poisoned with a chemical agent, #Novichok. Independent international investigation is necessary. Calling on Russian authorities to cooperate fully in bringing those responsible to justice.
— Guðlaugur Þór (@GudlaugurThor) September 2, 2020