Nemendur Álfhólsskóla í Kópavogi tóku forskot á bláa daginn, dag einhverfunnar sem er í dag, því þeir fengu fyrstir að sjá nýtt fræðslumyndband um efnið í gær. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra heimsótti skólann af þessu tilefni og horfði á myndbandið með krökkum í 5. bekk. Myndbandið er framleitt af Bláum apríl, styrktarfélagi barna með einhverfu, og er teiknimynd ætluð börnum sem útskýrir einhverfu á skemmtilegan hátt. Ráðherra sat síðan fyrir svörum eftir sýninguna og sköpuðust þar líflegar umræður.
Hér má sjá fræðslumyndbandið.
Efnisorð