Hoppa yfir valmynd
8. ágúst 2006 Innviðaráðuneytið

Rannsóknarnefnd flugslysa gefur út ársskýrslu

Komin er út ársskýrsla Rannsóknarnefndar flugslysa fyrir árið 2004. Þar kemur meðal annars fram að nefndin skráði alls 527 frávik í flugi íslenskra loftfara hérlendis og erlendis og í flugi erlendra loftfara um íslenska flugstjórnarsvæðið það ár.

Alls tók nefndin 92 þessara frávika til skoðunar og af þeim 41 atvik sem skilgreint var sem flugslys eða alvarlegt flugatvik til formlegrar meðferðar og rannsóknar. Er það sami fjöldi atvika og var tekinn til rannsóknar árið 2003. Meginefni ársskýrslunnar er yfirlit yfir viðfangsefni ársins 2004. Einnig er þar að finna grein um flugveðurþjónustu Veðurstofu Íslands.

Aftast í skýrslunni eru margskonar skrár og töflur um flug, meðal annars um skráð flugslys og rannsökuð flugatvik síðustu 10 árin, yfirlit yfir banaslys í íslensk skráðum loftförum frá upphafi flugs á Íslandi, skrá um flugstundir, loftför á skrá og greining á banaslysum í flugi. Skýrsluna er að finna á vef Rannsóknarnefndar flugslysa, rnf.is.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta