Tíu reglugerðir á sviði landbúnaðarmála felldar brott
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur ákveðið að fella úr gildi tíu reglugerðir á sviði landbúnaðarmála. Reglugerðirnar eru frá árunum 1986-2010 og eiga það sammerkt að vera orðnar úreltar eða skorta lagastoð.
Þessi ákvörðun er liður í átaki atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins um einföldun regluverks og í samræmi við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar þar sem mælt er fyrir um að átak verði gert í einföldun regluverks í þágu atvinnulífs og almennings.
- Reglugerð nr. 405/1986 um flokkun og mat á gærum
- Reglugerð nr. 313/1991 um aðlögun fullvirðisréttar til framleiðslu sauðfjárafurða að innanlandsmarkaði, ásamt síðari breytingum
- Reglugerð nr. 431/1996 um greiðslur úr fóðursjóði, ásamt síðari breytingum
- Reglugerð nr. 522/1997 um innheimtu og ráðstöfun á verðskerðingargjöldum af kindakjöti
- Reglugerð nr. 524/1998 um útflutning á kindakjöti, ásamt síðari breytingum
- Reglugerð nr. 322/1999 um búnaðarmál
- Reglugerð nr. 59/2000 um vörslu búfjár
- Reglugerð nr. 743/2002 um búfjáreftirlit o.fl.
- Reglugerð nr. 704/2005 um greiðslu verðmiðlunargjalds af kindakjöti
- Reglugerð nr. 500/2010 um sérstakan stuðning við búvöruframleiðslu árin 2010-2012 vegna eldgoss í Eyjafjallajökli