Forsagan
Síðan árið 2005 hafa Evrópuþjóðir stefnt að því að koma á sameiginlegu rafrænu innkaupakerfi árið 2010. Því er ætlað að taka á flestum hlutum aðfangakeðjunnar, en einkum þó rafrænum reikningum, þar sem ávinningurinn er mestur.
Rafræn viðskipti hafa verið stunduð hér á landi í tvo áratugi. EDIFACT staðlar hafa gert stofnunum og fyrirtækjum kleift að skiptast á rafrænum skjölum, svo sem vörulistum, pöntunum, reikningum, tollskýrslum og greiðslum. Notkun EDIFACT staðla hefur skapað þjóðarbúinu ómældan ávinning á þessum tveim áratugum.
Hér verður einvörðungu fjallað um bein samskipti fyrirtækja og stofnana. Annars staðar má finna greinar um rafræn viðskipti einstaklinga á veraldarvefnum.