Hoppa yfir valmynd
3. nóvember 2022

Afhending trúnaðarbréfs og opinber heimsókn forseta til Slóvakíu

Kristín A. Árnadóttir sendiherra og Zuzana Čaputová forseti Slóvakíu. - myndUtanríkisráðuneytið

Kristín A. Árnadóttir sendiherra afhenti þann 24. október 2022 Zuzana Čaputová, forseta Slóvakíu trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Slóvakíu með aðsetur í Vínarborg.

Athöfnin fór fram í forsetahöllinni í Bratislava, höfuðborg Slóvakíu. Afhendingin fór fram í aðdraganda opinberrar heimsóknar forseta Íslands Guðna Th. Jóhannessonar og forsetafrúar Elizu Reid dagana 26.-28. október.

Af því tilefni var efnt til viðskiptaþings þar sem sjónum var beint að orkuöryggi og mögulegu samstarfi Slóvakíu og Íslands á því sviði. Um 40 fyrirtæki tóku þátt frá báðum ríkjum en Íslandsstofa leiddi þátttöku íslenskra fyrirtækja.

Með í för voru Halla Hrund Logadóttir, orkumálastjóri, sem var frummælandi á viðskiptaþinginu og Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, sem m.a ávarpaði skólayfirvöld og íslenska nemendur sem stunda nám í læknisfræði í borginni Martin og nemendur sem leggja stund á nám í dýralækningum í borginni Kosice.

  • Afhending trúnaðarbréfs og opinber heimsókn forseta til Slóvakíu  - mynd úr myndasafni númer 1
  • Afhending trúnaðarbréfs og opinber heimsókn forseta til Slóvakíu  - mynd úr myndasafni númer 2

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta