Skrifað undir samninga um ljósleiðarastyrki verkefnisins Ísland ljóstengt
Fulltrúar fjarskiptasjóðs og sveitarfélaga skrifuðu í dag undir 24 samninga um styrki fjarskiptasjóðs vegna ljósleiðaravæðingar sveitarfélaga í tengslum við landsátakið Ísland ljóstengt. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, staðfesti samningana með undirskrift sinni og fór athöfnin fram í ráðuneytinu.
Sveitarfélögin 24 fá samtals 450 milljónir króna í styrki, á bilinu 2 til 74 milljónir króna hvert. Auk styrkja frá fjarskiptasjóði þá leggja íbúar og sveitarfélög að lágmarki 350.000 kr. af mörkum vegna hverrar tengingar en í mörgum tilfellum er þörf á töluvert hærra framlagi heimamanna. Í þeim tilfellum að sveitarfélag ætlar ekki að eiga og reka eigið kerfi greiða fjarskiptafyrirtæki fyrir það að eignast slík kerfi eða reka fyrir hönd sveitarfélagsins.
Fimmtán sveitarfélög fá byggðastyrki
Ráðherra skrifaði jafnframt undir samtals100 milljón króna samninga við 15 sveitarfélög um sérstaka byggðastyrki á bilinu ein til 15 milljónir króna í tengslum við Ísland ljóstengt.
Landsátakið í ljósleiðaravæðingu, Ísland ljóstengt, hófst vorið 2016. Er þetta þriðja úthlutun samkeppnisstyrkja í tengslum við átaksverkefnið. Eftir er að semja um styrki vegna 1.500 staða af um 5.500 ótengdum styrkhæfum stöðum sem voru undir í verkefninu í upphafi.
Áhersla er lögð á hagkvæma samlegð með öðrum mögulegum veituframkvæmdum og hagkvæma nýtingu innviða sem fyrir eru. Markmið átaksins er að 99,9% lögheimila og fyrirtækja eigi kost á að minnsta kosti 100 Mb/s þráðbundinni nettengingu árið 2020. Ljósleiðaravæðing utan þéttbýlis stuðlar jafnframt að uppfærslu stofnkerfa fjarskipta á landsvísu og er hún þannig forsenda áreiðanleika, útbreiðslu og gagnaflutningshraða allra farneta utan þéttbýlis.
Framlag ríkisins til Ísland ljóstengt 2018 | Byggða-styrkur | Samkeppnis-styrkur | Samtals |
Bláskógabyggð | 5.600.000 | 6.166.890 | 11.766.890 |
Borgarbyggð | 15.100.000 | 33.151.000 | 48.251.000 |
Borgarfjarðarhreppur | 3.100.000 | 24.953.465 | 28.053.465 |
Breiðdalshreppur | 1.500.000 | 1.500.000 | |
Dalabyggð | 3.400.000 | 50.949.000 | 54.349.000 |
Djúpavogshreppur | 10.900.000 | 3.881.600 | 14.781.600 |
Fjallabyggð | 9.000.000 | 9.000.000 | |
Fjarðabyggð | 22.400.000 | 22.400.000 | |
Fljótsdalshérað | 25.789.935 | 25.789.935 | |
Flóahreppur | 4.200.000 | 74.094.000 | 78.294.000 |
Grímsnes- og Grafningshreppur | 39.914.110 | 39.914.110 | |
Húnaþing vestra | 11.700.000 | 24.600.000 | 36.300.000 |
Ísafjarðarbær | 18.771.000 | 18.771.000 | |
Kaldrananeshreppur | 6.070.000 | 6.070.000 | |
Kjósarhreppur | 25.000.000 | 25.000.000 | |
Langanesbyggð | 6.200.000 | 1.400.000 | 7.600.000 |
Norðurþing | 9.900.000 | 15.600.000 | 25.500.000 |
Seyðisfjarðarkaupstaður | 1.975.000 | 1.975.000 | |
Skaftárhreppur | 13.500.000 | 7.875.000 | 21.375.000 |
Skorradalshreppur | 2.900.000 | 2.900.000 | |
Strandabyggð | 1.000.000 | 7.593.000 | 8.593.000 |
Sveitarfélagið Árborg | 9.950.000 | 9.950.000 | |
Sveitarfélagið Skagafjörður | 5.800.000 | 16.400.000 | 22.200.000 |
Sveitarfélagið Vogar | 8.000.000 | 8.000.000 | |
Tálknafjarðarhreppur | 1.600.000 | 1.600.000 | |
Vesturbyggð | 6.500.000 | 13.566.000 | 20.066.000 |
100.000.000 | 450.000.000 |
Haraldur Benediktsson, skrifaði undir samningana fyrir hönd fjarskiptasjóðs og Sigurður Ingi Jóhannsson staðfesti þá. Fulltrúi Bláskógabyggðar (lengst til hægri) var Helgi Kjartansson.
Fulltrúi Borgarbyggðar var Gunnlaugur A. Júlíusson.
Fulltrúi Borgarfjarðarhrepps var Jakob Sigurðsson.
Fulltrúi Dalabyggðar var Sveinn Pálsson.
Fulltrúi Flóahrepps var Eydís Indriðadóttir.
Fulltrúi Kjósarhrepps var Guðný G. Ívarsdóttir.
Fulltrúi Húnaþings vestra var Guðný Hrund Karlsdóttir.
Frá Ísafjarðarbæ kom Þórdís Sif Sigurðardóttir.
Fulltrúi Grímsnes- og Grafningshrepps var Ingibjörg Harðardóttir.
Fulltrúi Seyðisfjarðar var Vilhjálmur Jónsson.
Fulltrúi Skaftárhrepps var Sandra Brá Jóhannsdóttir.
Fulltrúi Strandabyggðar var Jón Gísli Jónsson.
Fulltrúi Árborgar var Ásta Stefánsdóttir.
Frá Sveitarfélaginu Vogum kom Ásgeir Eiríksson.