Norrænt samstarf og málþing um bætta velferð ungs fólks
Hvernig getur samfélagið stuðlað að bættri velferð ungs fólks? Þetta er umfjöllunarefni málþings Vinnumálastofnunar og Nordens välfärdscenter 27. október nk. þar sem fjallað verður um niðurstöður norræns samstarfsverkefnis sem snéri að virkni ungs fólks, andlegri heilsu og þátttöku þess í atvinnulífinu.
Norræna samstarfsverkefnið undir stjórn Nordens välfärdscenter hófst í byrjun árs 2014. Sjónum var sérstaklega beint að aðstæðum ungs fólks á aldrinum 16–29 ára og mikilvægi þess að virkja það til þátttöku á vinnumarkaði eða til náms, meðal annars með tilliti til andlegrar heilsu. Markmið verkefnisins var að setja fram skýrar niðurstöður og tillögur um hvað samfélögin á Norðurlöndunum þurfa að gera til að bæta velferð ungra Norðurlandabúa.
Staður og stund: Málþingið 27. október sem haldið verður í Norræna húsinu hefst með léttum hádegisverði í boði aðstandenda samstarfsverkefnisins kl. 11:30.
Fundarstjóri er Frímann Sigurðsson, verkefnastjóri atvinnumála í Hinu Húsinu.
Skráning til 21. október á þessari slóð: www.nordicwelfare.org/ungs-folks
Dagskrá
11.30 Léttur hádegisverður í boði verkefnisins
12.00 Opnun málþings Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands opnar málþing með stuttu erindi.
Kynning á ”Unga in i Norden – psykisk hälsa, arbete, utbildning” (erindi á ensku) Lidija Kolouh-Söderlund,verkefnisstjóri hjá Nordens välfärdscenter kynnir verkefnin. Afrakstur verkefnisins eru skýrar niðurstöður og tillögur um hvað samfélögin á Norðurlöndunum þurfa að gera til að bæta velferð ungra Norðurlandabúa.
”Þegar einhver þarf að taka ábyrgð?” (erindi á ensku) Cecilie Høj Anvik og Ragnhild Holmen Waldahlrannsakendur hjá Norlands forskning í Noregi greina frá niðurstöðum vettvangsrannsókna sem þær unnu fyrir samstarfsverkefnið á Íslandi.
Atvinnutorg í Reykjavík (erindi á íslensku) Tryggvi Haraldsson sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun greinir frá samstarfsverkefni Vinnumálastofnunar og Reykjavíkurborgar um þjónustu við unga atvinnuleitendur sem fengu fjárhagsaðstoð til framfærslu frá Reykjavíkurborg. Verkefnið var valið sem eitt af fyrirmyndarverkefnum Unga in i Norden og varð fyrirmynd þeirrar þjónustu sem Vinnumálastofnun veitir ungu fólki án bótaréttar í dag.
Pallborð (fer fram á íslensku) Umræður um tillögur sem fram koma í samstarfsverkefninu. Hvað þarf samfélagið að gera til að stuðla að bættri velferð ungs fólks á Íslandi?
Þátttakendur:
Sigrún Daníelsdóttir – Embætti landlæknis
Jóhanna Rósa Arnardóttir − Rannsóknarfyrirtækið Analysa.
Hákon Sigursteinsson – Sálfræðingur á Þjónustumiðstöð Breiðholts.
Hrafnhildur Tómasdóttir – Sviðsstjóri hjá Vinnumálastofnun og fulltrúi Íslands í Unga in i Norden. Ilmur Kristjánsdóttir − Formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar.
Málþingi lýkur um kl. 15:00
Frekari upplýsingar veita:
Lidija Kolouh-Söderlund, verkefnisstjóri Nordens Välfärdscenter +46 76 000 25 42 [email protected]
Victoria Henriksson, Nordens Välfärdscenter +46 76 019 79 03 [email protected]
Skipuleggjendur: Nordens Välfärdscenter og Vinnumálastofnun
Hér er hægt að nálgast nánari upplýsingar um verkefnið:
http://nordicwelfare.org/Events/Hvernig-getur-samfelagio-stuolao-ao-battri-velfero-ungs-folks/