Hoppa yfir valmynd
28. apríl 2023 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Yfir fimmtíu milljónir í rekstrarstyrki til frjálsra félagasamtaka

Ferðamenn á Brennisteinsöldu - myndHugi Ólafsson

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hefur í ár úthlutað rúmlega 51 milljón króna í rekstrarstyrki til 25 frjálsra félagasamtaka sem starfa á málefnasviði ráðuneytisins á grundvelli umsókna. Ráðuneytið hefur veitt frjálsum félagasamtökum sem starfa að umhverfismálum rekstrarstyrki frá árinu 2000.

Markmið styrkjanna er að stuðla að opnum og frjálsum skoðanaskiptum um umhverfis- og auðlindamál og að efla almenna vitund um gildi umhverfismála.

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra: „Stjórnvöld leysa fá mál ein og óstudd og frjáls félagasamtök ynna af hendi mikilvægt starf á vettvangi náttúruverndar og umhverfis- og loftslagsmála. Þess vegna er mikilvægt að geta stutt við ötult starf þeirra á þessum vettvangi.“

Umsækjendur rekstrarstyrkja ráðuneytisins þurfa að uppfylla skilyrði sem fram koma í reglum um almenna rekstrarstyrki til frjálsra félagasamtaka sem starfa að umhverfismálum.

Reglur um úthlutun almennra rekstrarstyrkja til félagasamtaka

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta