Dagur upplýsingatækninnar 7. maí 2008
Dagur upplýsingatækninnar verður haldinn 7. maí 2008. Í tilefni dagsins verður haldin ráðstefna þar sem kynnt verður ný stefna ríkisstjórnar Íslands um upplýsingasamfélagið og fjallað um verkefni sem hrinda á í framkvæmd á næstu árum. Ráðstefnan verður haldin á Hilton Nordica, miðvikudaginn 7. maí, kl. 13:00 og sér Skýrslutæknifélagið um framkvæmd hennar (www.sky.is). Dagskrá verður auglýst síðar.
Reykjavík 4. apríl 2008