Kristján Guy Burgess aðstoðarmaður utanríkisráðherra
Kristján Guy Burgess hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra. Kristján hefur meistarapróf í alþjóðastjórnmálum og alþjóðalögum. Hann hefur undanfarin ár sinnt verkefnum og verið ráðgjafi fjölmargra, opinberra aðila og einkafyrirtækja, á sviði alþjóðamála.