Hoppa yfir valmynd
6. maí 2009 Heilbrigðisráðuneytið

Hjólum í vinnuna

Átakinu Hjólað í vinnuna var hleypt af stokkunum í morgun þegar ráðherrar og fleiri brugðu sér á bak hjólhestum.Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherra, flutti ávarp við opnun átaksins Hjólað í vinnuna í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í morgun. Hjólaði hann svo af stað í fríðu föruneyti borgarstjóra Reykjavíkur, umhverfisráðherra, samgönguráðherra og forseta ÍSÍ, auk hóps hjólreiðagarpa sem mun setja svip sinn á borgina næstu vikur.

Átakið stendur frá 6.-26. maí og nú þegar hefur fjöldi fyrirtækja skráð sig til þátttöku. Heilbrigðisráðuneytið er að sjálfsögðu með lið og ætlar sér stóra hluti, eins og sjá mátti í morgun þegar starfsmenn komu hjólandi eða gangandi til vinnu.

Allir geta tekið þátt í Hjólað í vinnuna að því gefnu að þeir nýta eigin orku til að koma sér til og frá vinnu, þ.e. ef þeir hjóla, skokka, ganga, eða nota línuskauta. Þeir sem nýta almenningssamgöngur eru líka gjaldgengir en þá er skráð sú vegalengd sem gengin er, eða hjóluð, til og frá stoppistöð.

     

Heilbrigðisráðherra og aðstoðarmaður á leið til vinnu

Heilbrigðisráðherra og aðstoðarmaður á leið til vinnu 

 Heilbrigðisráðherra og aðstoðarmaður á áfangastað

Heilbrigðisráðherra og aðstoðarmaður á áfangastað

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta