Hoppa yfir valmynd
6. maí 2009 Heilbrigðisráðuneytið

Flest inflúensutilfelli í Evrópu eru á Spáni

Staðfest tilfelli inflúensu A-H1N1 voru alls 1.652 í morgun í 22 ríkjum í heiminum og hafði fjölgað um 380 á síðastliðnum sólarhring samkvæmt upplýsingum Sóttvarnarstofnunar ESB.

Staðfestum tilfellum fjölgar mest sem fyrr í Mexíkó, Bandaríkjunum og Kanada og dauðsföll af völdum veikinnar eru nú talin vera 30, þar af 29 í Mexíkó.

Spánn sker sig nokkuð úr á lista yfir útbreiðslu inflúensunnar í ríkjum Evrópska efnahagssvæðisins. Þar eru flest staðfest tilfelli og staðfestum tilfellum fjölgar líka mest á Spáni.

  • Þegar á heildina er litið er faraldurinn vægur, að undanskildu Mexíkó.
  • Enginn hefur verið greindur með inflúensu A (H1N1) hér á landi.
  • Enginn hefur verið lagður inn á Landspítalann með alvarleg inflúensulík einkenni.
  • Engin merki eru um hópsýkingar í Evrópulöndum.
  • Viðbúnaðaráætlanir eru óbreyttar hér landi þar sem að faraldurinn er vægur.

Ástæðulaust er fyrir einstaklinga og fyrirtæki að birgja sig upp af veirulyfjum enda er gert ráð fyrir að allir, sem á slíku þurfa að halda, fái lyf úr neyðarbirgðum veirulyfja ef til faraldurs kemur. Nauðsynlegt er að veirulyfjum verði ávísað af læknum sem leiðbeina jafnframt um notkun þeirra. Ef veirulyf verða notuð á rangan hátt aukast líkur á því að inflúensuveiran verði ónæm fyrir lyfjunum og þau gagnist því ekki þegar mest á ríður. Þess vegna er mikilvægt allir fari eftir settum leiðbeiningum um notkun lyfjanna.

Stefnt er að því að kalla fljótlega saman almannavarna- og öryggismálaráð til að fjalla um viðbúnað vegna hugsanlegs inflúensufaraldurs. Hlutverk ráðsins er að marka stefnu stjórnvalda í almanna-, varna- og öryggismálum. Forsætisráðherra er formaður ráðsins en dómsmálaráðherra hefur með umsýslu þess að gera. Almannavarna- og öryggismálaráð varð til með lögum um almannavarnir nr. 82/2008 en hefur ekki komið saman frá því lögin tóku gildi.

Nánari upplýsingar um inflúensuna og ráðstafanir í því sambandi er að finna á landlaeknir.is, almannavarnir.is, influensa.is og heimasíðum Sóttvarnarstofnuanr Evrópusambandsins - ECDC, http://www.ecdc.europa.eu/ og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar - WHO, http://www.who.int/en/.


Útbreiðsla inflúensu A(H1N1) að morgni 6. maí 2009

(breyting á síðasta sólarhring innan sviga þar sem aukningin er mest)

Evrópska efnahagssvæðið (EES)

Staðfest tilvik Dauðsföll

Austurríki

1

Danmörk

1

Frakkland

4

 

Þýskaland

9

 

Írland

1

 

Ítalía

5

 

Holland

1

 

Portúgal

1

 

Spánn

73 (+ 16)

 

Sviss

1

 

Bretland

28

 

Alls í EES

125

 

 

Ríki utan EES-svæðisins

Staðfest tilvik Dauðsföll

Kanada

165 (+ 25)

 

Kólumbía

1

 

Kosta Ríka

1

 

El Salvador

2

 

Gvatemala

1

 

Hong Kong

1

 

Ísrael

4

 

Mexíkó

942  (+ 215)

29 (+ 3)

Suður-Kórea

2

 

Nýja Sjáland

5

 

Bandaríkin

403 (+ 124)

1

Alls utan EES-svæðisins

1.527

30

 

 

 

Alls staðfest tilfelli/dauðsföll 6. maí 2009

1.652

30 (+ 3)



 (Heimild: Sóttvarnastofnun Evrópusambandsins  http://www.ecdc.europa.eu/) 

 



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta