Hoppa yfir valmynd
8. maí 2009 Heilbrigðisráðuneytið

Færri smitast af inflúensu

Staðfestum tilfellum inflúensu hafði í morgun fjölgað um 272 frá deginum áður samkvæmt upplýsingum ECDC, sóttvarnarstofnunar ESB.

Mest fjölgaði tilfellum í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada. Nýjum tilfellum hefur líka fækkað í ríkjum innan ESB og EFTA borið saman við það sem áður var, eins sjá má á súluritunum. Á þeim getur að líta fjölda staðfestra tilfella í ESB/EFTA-ríkjum frá mánudegi 27. apríl til fimmtudags 7. maí. Súluritið til hægri sýnir að flestir sem greinast með inflúensuna í ESB/EFTA eru á aldrinum 20-29 ára.

Greining nýtilfella í ESB/EFTA 27/4 - 7/5 2009

Aldursgreining nýtilfella í ESB/EFTA

Greining nýtilfella í ESB/EFTA 27/4-7/5 2009.

Aldursdreifing nýtilfella í ESB/EFTA.



Alþjóðaheilbrigðisyfirvöld halda óbreyttu viðbúnaðarstigi sínu enn um sinn og viðbúnaði hérlendis er haldið áfram á hættustigi. Niðurstöður rannsókna í Bandaríkjunum benda til að bóluefni gegn hinni árlegu inflúensu veiti ekki vernd gagnvart inflúensu A H1N1.

Engin tilfelli hafa verið greind hér á landi önnur en hin „venjulega“ árstíðabundna inflúensa.

Útbreiðsla inflúensu A (H1N1) að morgni 8. maí 2009

(breyting á síðasta sólarhring innan sviga þar sem aukningin er mest)

Ríki innan ESB og EFTA Staðfest tilvik Dauðsföll

Austurríki

1

Danmörk

1

Frakkland

10 (+ 3)

Þýskaland

10 (+ 1)

Írland

1

Ítalía

5

Holland

2 (+ 1)

Pólland

1

Portúgal

1

Spánn

88 (+ 7)

Svíþjóð

1

Sviss

1

Bretland

34 (+ 2)

Alls í ESB/EFTA

156

Ríki utan ESB og EFTA-svæðisins

Staðfest tilvik

Dauðsföll

Kanada

214 (+ 13)

Kólumbía

1

Kosta Ríka

1

El Salvador

2

Gvatemala

1

Hong Kong

1

Ísrael

6 (+ 2)

Mexíkó

1.204 (+ 92)

44 (+ 2)

Suður-Kórea

2

Nýja Sjáland

5

Bandaríkin

896 (+ 151)

2 (+ 1)

Alls utan ESB/EFTA-svæðisins

2.333

46

Alls staðfest tilfelli/dauðsföll 8. maí 2009

2.489

46 (+ 2)

(Heimild: Sóttvarnastofnun Evrópusambandsins http://www.ecdc.europa.eu/)

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta