Hoppa yfir valmynd
11. maí 2009 Heilbrigðisráðuneytið

Fimm þúsund staðfest tilfelli inflúensu í heiminum

Staðfest inflúensutilfelli voru alls 5.132 í morgun í 30 ríkjum í heiminum samkvæmt upplýsingum Sóttvarnarstofnunar ESB. Tvö staðfest tilfelli eru komin fram í Noregi, tvö í Svíþjóð og eitt í Danmörku. Staðfest dauðsföll vegna flensunnar eru 53 talsins, flest í Mexíkó eða 48, þrjú dauðsföll eru staðfest í Bandaríkjunum, eitt í Kanada og eitt í Kosta Ríka.

  • Alþjóðaheilbrigðisvöld halda óbreyttu viðbúnaðarstigi sínu enn um sinn og viðbúnaði hérlendis er haldið áfram á hættustigi.
  • Engin tilfelli hafa verið greind hér á landi enn sem komið er og enginn lagður inn á Landspítalann með alvarleg inflúensulík einkenni.
  • Jafnvel þó einstaklingar greinist hér á landi með inflúensu A (H1N1) mun það að öðru óbreyttu ekki breyta viðbúnaðarstigi hér á landi. Ef hins vegar kemur í ljós að sjúkdómurinn af völdum inflúensunnar fer að verða alvarlegri erlendis eða hérlendis kallar það á frekari viðbrögð.
  • Þó svo að Alþjóðaheilbrigðisstofnunin lýsi yfir 6. stigi (hæsta stigi) verða viðbrögð hér á landi ekki aukin frá því sem nú er á meðan sýkingin er væg.
  • Á næstunni verður hafist handa við að uppfæra svæðisáætlanir sem eru hluti af viðbúnaðaráætlun gegn heimsfaraldri.

Upplýsingar um inflúensuna og ráðstafanir í því sambandi er að finna á landlaeknir.is, almannavarnir.is, influensa.is og heimasíðum Sóttvarnarstofnuanr Evrópusambandsins - ECDC, http://www.ecdc.europa.eu/ og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar - WHO, http://www.who.int/en/.

Útbreiðsla inflúensu A (H1N1) að morgni 11. maí 2009

Ríki innan ESB og EFTA

Staðfest tilvik Dauðsföll

Austurríki

1

Danmörk

1

Frakkland

13

Þýskaland

11

Írland

1

Ítalía

9

Holland

3

Noregur

2

Pólland

2

Portúgal

1

Spánn

95

Svíþjóð

2

Sviss

1

Bretland

55

Alls í ESB/EFTA

196

Ríkiutan ESB og EFTA-svæðisins

Staðfest

tilvik

Dauðsföll

Argentína

1

Ástralía

1

Brasilía

6

Kanada

284

1

Kólumbía

1

Kosta Ríka

8

1

El Salvador

2

Gvatemala

3

Hong Kong

1

Ísrael

7

Japan

3

Mexíkó

2.062

48

Suður-Kórea

3

Nýja Sjáland

7

Panama

15

Bandaríkin

2.532

3

Alls utan ESB/EFTA-svæðisins

4.936

53

Alls staðfest tilfelli/dauðsföll 11. maí 2009

5.132

53

(Heimild: Sóttvarnastofnun Evrópusambandsins http://www.ecdc.europa.eu/)



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta