Hoppa yfir valmynd
2. desember 2020 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Tillögur Velferðarvaktar um leiðarljós á tímum Covid-19

Velferðarvaktin hefur fjallað um áhrif Covid-19 faraldursins frá upphafi hans fyrr á árinu. Á fundi sínum 1. desember samþykkti Velferðarvaktin tillögur til stjórnvalda, bæði ríkis og sveitarfélaga, um leiðarljós á tímum Covid-19

Við höfum áhyggjur af þeim sem standa höllum fæti. Faraldurinn hefur áhrif á félagslega og fjárhagslega stöðu margra. Mikilvægt er að stjórnvöld,  bæði ríki og sveitarfélög, verji af fremsta megni efnalitlar barnafjölskyldur og einstaklinga sem búa við fátækt í þeim aðgerðum sem gripið er til. Búið er að taka tillit til ýmissa tillagna og ábendinga Velferðarvaktar í mótvægisaðgerðum stjórnvalda, en við búumst við að grípa þurfið til frekari úrræða því faraldurinn dregst á langinn. Tillögurnar eru leiðarljós í þeirri vinnu“ sagði Siv Friðleifsdóttir, formaður Velferðarvaktarinnar, að fundi loknum.

Tillögurnar

  1. Stjórnvöld, bæði ríki og sveitarfélög, vinni stefnumótun og aðgerðaráætlun gegn fátækt efnalítilla barnafjölskyldna, þ.a. afleiðingar faraldursins verði sem minnstar á börn og ungmenni. Hafa má norsku stefnuna gegn barnafátækt, Like muligheter i oppveksten – Regjeringens samarbeidsstrategi for barn og ungdom i lavinntektsfamilier 2020-2023, til hliðsjónar. Reykjavíkurborg hefur nú þegar hafið slíka vinnu undir fyrirsögninni Aðgerðaráætlun stýrihóps velferðarsviðs um aðgerðir gegn sárafátækt barna og fjölskyldna þeirra – október 2020
  2. Hafin verið endurskoðun á lögum nr. 40/1991 um félagsþjónustu sveitarfélaga þar sem skýrslan Framkvæmd fjárhagsaðstoðar sveitarfélaga – virkni og valdefling frá 2019 verði höfð til hliðsjónar. Þar er m.a. lagt til að skilgreind verði grunnfjárhæð til framfærslu og að heimildargreiðslur verði samræmdar milli sveitarfélaga
  3. Biðtími eftir afgreiðslu atvinnuleysisbóta, endurhæfingalífeyris og örorkulífeyris er of langur og hefur lengst m.a. vegna aukins álags hjá þeim stofnunum sem að máli koma, innlendum sem erlendum. Kannaðir verði möguleikar á að veita lán frá stofnun þar sem biðtími er,  þ.a. fólk verði ekki tekjulaust á biðtíma. Láni verði breytti í styrk ef réttur til bóta er fyrir hendi að biðtíma loknum.
  4. Unnið verði að því að sporna gegn félagslegri einangrun og einmanaleika aldraðra sem orðið hefur vegna Covid-19. Eldri borgarar hafa víða þurft að þola skerta samveru og félagslega einangrun m.a. vegna sóttkvíar og innilokunar. Því er mikilvægt að leggja aukna áherslu á frístundaiðkun, geðrækt, hreyfingu og forvarnir sem auka lífsgæði þeirra og draga úr einmanaleika
  5. Aðgengi fólks að upplýsingagjöf um réttindi þeirra í velferðarþjónustu verði bætt
  6. Hámarksgreiðslur barnabóta, sem nýtast einstæðum foreldrum og tekjulægsta hópnum, verði hækkaðar
  7. Hagur öryrkja og barna þeirra verði bættur
  8. Niðurgreiðslur vegna íþrótta- og tómstundastarfs barna sem búa við fjárhagsþrengingar verði auknar
  9. Börnum sem búa við fjárhagsþrengingar verði tryggðar ókeypis skólamáltíðir
  10. Skólastjórnendur sjái til þess að aðgengi að viðeigandi tölvubúnaði hamli ekki námi barna
  11. Unnið verði markvisst að því að draga úr brotthvarf úr námi m.a. með auknu aðgengi að skólaheilsugæslu, geðheilbrigðisþjónustu og félagsráðgjöf
  12. Biðlistum eftir þjónustu fyrir börn s.s. hjá BUGL, Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins, Þroska- og hegðunarstöð, talmeinafræðingum og bið eftir geðrænni þjónustu hjá heilsugæslu verði útrýmt
  13. Börn sem eiga foreldra með geðrænan vanda, fíknivanda og eða langvinna líkamlega sjúkdóma fái aukinn stuðning við hæfi frá nærsamfélaginu með samvinnu skóla, heilsugæslu, þjónustumiðstöðva og barnaverndar. Stuðningur komi meira heim
  14. Sérstök áhersla verði lögð á þau landssvæði sem verða mest fyrir barðinu á faraldrinum þegar mótvægisaðgerðir eru útfærðar

Ítarefni:

1) Upplýsingar um viðbragðsteymi velferðarþjónustu.

2) Upplýsingar um uppbyggingarteymi félags- og atvinnumála í kjölfar Covid-19. 

3) Norska stefnan Like muligheter i oppveksten – Regjeringens samarbeidsstrategi for barn og ungdom i lavinntektsfamilier 2020-2023.

4) Reykjavíkurborg, Aðgerðaráætlun stýrihóps velferðarsviðs um aðgerðir gegn sárafátækt barna og fjölskyldna þeirra, október 2020.

5) Skýrslan um Framkvæmd fjárhagsaðstoðar sveitarfélaga – virkni og valdefling - frá mars 2019. 

6) Tillögur Velferðarvaktarinnar um bætta stöðu barna byggðar á rannsóknarskýrslunni Lífskjör og fátækt barna á Íslandi 2004-2016

7) Samþættingarverkefnið Allir með! sem Reykjanesbær hefur innleitt

8) Tillögur Velferðarvaktarinnar um jafnt aðgengi að námi og bætta þjónustu á framhaldsskólastiginu.

9) Tillögur Velferðarvaktar um bættar aðstæður utangarðsfólks

10) Tillögur Velferðarvaktar gegn brotthvarfi nema úr framhaldsskólum. 

11) Tillaga Velferðarvaktar um verkefni í þágu einstæðra foreldra (TINNA).

12) Tillögur Velferðarvaktar um að gerðir til að vinna bug á fátækt.

13) Farsældarskýrslan. 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta