Fyrsti fundur fjármálastöðugleikaráðs 2020
Fimmtudaginn 2. júlí 2020 hélt fjármálastöðugleikaráð sinn fyrsta fund á árinu. Það var jafnframt fyrsti fundur ráðsins eftir sameiningu Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins sem breytti nokkuð hlutverki ráðsins. Meginbreytingin felst í því að fjármálastöðugleikaráð mun ekki senda frá sér sérstök tilmæli eða álit líkt og áður var. Ráðið verður hins vegar áfram formlegur samráðsvettvangur stjórnvalda um fjármálastöðugleika sem vaktar efnahagslegt ójafnvægi, áhættu í fjármálakerfinu, óæskilega hvata og aðrar aðstæður sem eru líklegar til að ógna fjármálastöðugleika.
Á fundinum voru samþykktar starfsreglur fjármálastöðugleikaráðs og horfur fyrir fjármálastöðugleika kynntar og ræddar.