Verndun tungumála heimsins: Ísland í stýrihóp UNESCO vegna áratugs frumbyggjamála
Ísland hefur nú tekið sæti í stýrihópi og undirbúningsnefnd Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (e. UNESCO) vegna Alþjóðlegs áratugs frumbyggjamála (2022-2023) en markmið þess verkefnis er að vekja athygli á alvarlegri fækkun slíkra tungumála og brýnni þörf á að varðveita, endurlífga og efla þau og kynna jafnt á lands- og alþjóðavísu. Fulltrúi Íslands í stýrihópnum er Birna Arnbjörnsdóttir forstöðumaður Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum og deildarforseti Mála- og menningardeildar Háskóla Íslands.
Mikil reynsla er innan Vigdísarstofnunar af verkefnum sem lúta að fámennistungumálum og rannsóknum á þeim en stofnunin starfar undir hatti UNESCO sem alþjóðleg miðstöð tungumála og menningar.