Hoppa yfir valmynd
20. október 2023 Innviðaráðuneytið

Umsögn um frumvarp til laga um breytingar á ýmsum lögum til eflingar á brunavörnum og öryggi fólks sem hefur fasta búsetu í atvinnuhúsnæði

  - myndHaraldur Jónasson / Hari

Birt hefur verið í samráðsgátt frumvarp til breytingar á lögum um lögheimili og aðsetur, lögum um mannvirki og lögum um brunavarnir. Sett var af stað umfangsmikið samráð af hálfu stjórnvalda í kjölfar bruna sem varð í Reykjavík þann 25. júní 2020 þar sem þrír einstaklingar létust á voveiflegan hátt og þrír slösuðust sem leiddi það af sér að gefin var út skýrsla með 13 tillögum í mars árið 2021. Innviðaráðherra skipaði starfshóp þann 22. apríl árið 2022 með það að markmiði að skoða og fylgja eftir fjórum af tillögunum þrettán. Skýrslunni var skilað í júlí síðastliðnum og eru tillögurnar reifaðar í frumvarpinu. 

Í frumvarpi þessu er lagt til að þeim sem hafi fasta búsetu í atvinnuhúsnæði og eru skráðir ótilgreint í hús í sveitarfélaginu bjóðist að skrá sig með sérstakt aðsetur hjá Þjóðskrá Íslands. Þetta er gert í öryggisskyni svo slökkvilið og aðrir viðbragðsaðilar viti hverjir búi í atvinnuhúsnæði þegar vá ber að höndum. Aðsetri fylgja engin réttindi og er í engu sambærilegt við lögheimilisskráningu. Þannig er enginn hvati á bakvið skráningu annar en að tryggja öryggi íbúa.

Þá er lagt til að lögð verði sama ábyrgð á eiganda atvinnuhúsnæðis og íbúðarhúsnæðis, það er að honum beri að tilkynna til Þjóðskrár Íslands hverjir búi í atvinnuhúsnæði á hans vegum. Með öðrum orðum ber eigandi ábyrgð á því að skráning á eign hans sé rétt og þannig ber honum að ganga úr skugga um það að allir sem búa í eign í hans eigu séu skráðir á eigninni hans.

Ýmis úrræði eru lögð til að efla brunavarnir. Lagt er til að heimildir til álagningar stjórnvaldssekta verði verulega efldar en þær hefur skort og þær heimildir sem eru til staðar í dag, þ.e. dagsektir, eru ekki að virka.  Þá hefur slökkviliði ítrekað verið neitað um inngöngu í íbúðarhús við eftirlit og lét slökkviliðið reyna á heimild brunavarnalaga nýverið fyrir dómi. Sú heimild hélt ekki og var málinu vísað frá þar sem ákvæði laganna var ekki talið vera fullnægjandi heimild fyrir dómsúrskurði.

Verkefnið er brýnt og því er kynning í samráðsgátt 10 dagar. Umsagnaraðilar eru hvattir til að kynna sér frumvarpið sem fyrst.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta