Hoppa yfir valmynd
3. mars 2023 Heilbrigðisráðuneytið

Uppbygging heilsugæslu á Akureyri

Akureyri - myndStjórnarráðið

Útboðsferli vegna hönnunar og byggingar á nýrri 1700 fermetra heilsugæslustöð við Þingvallastræti á Akureyri er hafið. Stefnt er að opnun hennar í lok árs 2025. Enn fremur er unnið að framkvæmdum við nýtt húsnæði undir heilsugæslu við verslunarmiðstöðina í Sunnuhlíð sem tekið verður í notkun í lok þessa árs. Með tveimur nýjum heilsugæslustöðvum sem leysa af hólmi gömlu stöðina í miðbænum mun heilsugæsluþjónusta við bæjarbúa gjörbreytast með greiðu aðgengi og aðstöðu í samræmi við nútímakröfur.

Rík áhersla er lögð á það í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar að skjóta styrkari stoðum undir heilsugæsluþjónustu þannig að hún þjóni sem best hlutverki sínu sem fyrsti viðkomustaður notenda heilbrigðisþjónustu. Í því skyni er áhersla lögð á að auka þjónustuna, efla þverfaglega teymisvinnu og fjölga heilsugæslustöðvum líkt og unnið er að. 

Heilsugæsla við Sunnuhlíð

Nýja heilsugæslustöðin sem stefnt er að því að taka í notkun í lok þessa árs verður í verslunarmiðstöðinni Sunnuhlíð, að hluta til í húsnæði sem er endurhannað til þessara nota, auk 800 fermetra nýbyggingar. 

Heilsugæsla við Þingvallastræti

Ný heilsugæslustöð sem byggð verður við Þingvallastræti verður um 1700 fermetrar auk 500 fermetra bílakjallara. Stefnt er að því að opna hana í lok árs 2025. Framkvæmdin verður að fullu fjármögnuð af ríkinu en Akureyrarbær leggur til lóðina. Framkvæmdasýsla ríkisins og Ríkiskaup hafa boðað til kynningarfundar 8. mars um alútboð á hönnun og byggingu stöðvarinnar. Þegar hefur verið auglýst eftir umsóknum byggingaraðila um þátttökurétt.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta