Hoppa yfir valmynd
16. júní 2009 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Aðstæður barna og barnavernd

Velferðarvaktin hefur óskað eftir samstarfi við Reykjavíkurborg, Reykjanesbæ og Árborg um gerð könnunar til að greina ástæður þess að tilkynningum til barnaverndarnefnda hefur fjölgað á undanförnum mánuðum.

Fjölgun tilkynninga er mest í Reykjavík og á Reykjanesi, eða um 40% miðað við sama tíma í fyrra, en algengt er að tilkynningum hafi fjölgað um 10–20% hjá öðrum barnaverndarnefndum. Í fyrirhugaðri könnun verða skoðaðar tilkynningar vegna nýrra mála sem bárust barnaverndarnefndum sveitarfélaganna á fyrstu þemur mánðum þessa árs. Kannaðar verða ástæður tilkynninganna og félagslegar og fjárhagslegar aðstæður fjölskyldna barnanna.

Í nýlegri ályktun velferðarvaktarinnar um aðstæður barna og barnavernd er bent á að atvinnuleysi er mest í þeim sveitarfélögum þar sem tilkynningum til barnaverndarnefnda hefur fjölgað mest. Í ályktuninni segir meðal annars:

„Fjölgun tilkynninga til barnaverndarnefnda er vísbending um alvarlegan vanda og margt bendir til að hegðunarerfiðleikar og ofbeldi meðal ungmenna hafi aukist á síðastliðnum vetri. Velferðarvaktin telur að til þess að unnt sé að draga óyggjandi ályktanir af þessari fjölgun barnaverndartilkynninga þurfi að kanna aðstæður betur. Líklegt er að samfélagið í heild, ekki síst fólk sem vinnur með börnum, vaki betur yfir velferð þeirra einmitt vegna efnahagsástandsins og kann það eitt og sér að hafa leitt til einhverrar fjölgunar tilkynninga.“

Velferðarvaktin hefur einnig farið þess á leit að félags- og tryggingamálaráðuneytið stuðli að aukinni samræmingu við skráningu mála hjá barnaverndarnefndum svo tryggt sé að raunhæfur samanburður sé mögulegur og skýr mynd fáist af fjölda barnaverndarmála sem eru í vinnslu hjá einstökum nefndum á hverjum tíma.

Skjal fyrir Acrobat ReaderÁlyktun velferðarvaktarinnar



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta