Hoppa yfir valmynd
31. mars 2017 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið

Norrænir velferðarvísar að íslenskri fyrirmynd

Fánar Norðurlanda. Ljósmynd: Johannes Jansson/norden.org
Fánar Norðurlanda. Ljósmynd: Johannes Jansson/norden.org

Tillaga Þorsteins Víglundssonar félags- og jafnréttismálaráðherra um að Norðurlöndin vinni áfram að þróun sameiginlegra norrænna velferðarvísa var samþykkt á fundi norrænna ráðherra félags- og heilbrigðismála í Ósló í gær.

Norrænir velferðarvísar eru ein af afurðum Norrænu velferðarvaktarinnar, rannsóknarverkefnis sem unnið var undir formennsku Íslands í norrænu samstarfi árin 2014-2016 og voru íslensku félagsvísarnir hvatinn að verkefninu. Sigríður Jónsdóttir, sérfræðingur í velferðarráðuneytinu, leiddi rannsóknarverkefnið um norrænu velferðarvísana en fjöldi sérfræðinga frá öllum Norðurlandaþjóðunum kom að verkefninu. Vísarnir eru þrjátíu, valdir af norrænum starfshópi sérfræðinga og eru lýsandi fyrir stöðu velferðarmála á Norðurlöndunum.

Þorsteinn VíglundssonÞorsteinn Víglundsson segir þetta gott dæmi um svið þar sem Ísland hefur nýtt reynslu sína og miðlað henni með nágrannaþjóðum sínum: „Þetta verkefni var Íslandi mjög mikilvægt og gaf góða raun á tímum djúprar efnahagslegrar lægðar og var skilgreint forgangsverkefni. Í kjölfarið var lagt til þróaðir yrðu sameiginlegir norrænir velferðarvísar til frambúðar og nú liggur fyrir ákvörðun um að halda áfram þeirri vinnu.“

Á ráðherrafundinum var einnig ákveðið að haldið verði norrænt velferðarþing árið 2018, þar sem fjallað verði um helstu áskoranir sem norrænu velferðarkerfin standa frammi fyrir. Vettvangur þessi verður tilraunaverkefni og byggir einnig á tillögu Norrænu velferðarvaktarinnar.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta