Hoppa yfir valmynd
14. júní 2005 Heilbrigðisráðuneytið

Samþykkt WHO í áfengismálum fagnað

Norrænu heilbrigðis- og félagsmálaráðherrarnir fögnuðu sérstaklega á fundi sínum í Þórshöfn samþykkt Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar í áfengismálum, en samtökin samþykktu tillöguna á fundi sínum fyrir mánuði. Var fulltrúa Íslands og fyrrverandi formanni framkvæmdastjórnar WHO, Davíð Á. Gunnarssyni, ráðuneytisstjóra þökkuð framganga hans í málinu, en erfiðar samningaviðræður um afgreiðslu málsins hvíldu á hans herðum. Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, sagði í ræðu að frá því að áfengismál voru rædd á fundi heilbrigðis- og félagsmálaráðherra Norðurlanda í Karlskrona á árinu 2003 hefðu þau verið mikið til umræðu á norrænum vettvangi. Í fyrsta skipti í langan tíma væri farið að ræða af alvöru aðgerðir til þess að draga úr áfengisneyslu.

Ræða Jóns Kristjánssonar, heilbrigðisráðherra...



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta