Nýtt sneiðmyndatæki og frekari uppbygging eystra
Sneiðmyndatæki hefur verið tekið í notkun á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað. Tækið er gjöf frá Hollvinasamtökum FSN og voru það einstaklingar og fyrirtæki sem lögðu fram fé til kaupanna. Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra klippti á borða og tók með því tækið formlega í notkun. Við sama tækifæri tók hann fyrstu skóflustunguna og undirritaði verksamning vegna nýrrar viðbyggingar, en til stendur að byggja við og endurbyggja elsta hluta sjúkrahússins.
Sjá nánari umfjöllun á heimasíðu Heilbrigðisstofnunar Austurlands: http://www.hsa.is/