Norræna lýðsheilsuráðstefnan í Reykjavík í október
Í haust verður 8. norræna lýðheilsuráðstefnan haldin í Reykjavík og er yfirskrift ráðstefnunnar „Lýðheilsa – sameiginleg ábyrgð“. Erindin verða flutt á ensku en fyrirlesarar og þeir sem stjórna vinnusmiðjum eru frá Norðurlöndunum og Kanada. Þeir komu úr mismunandi starfsstéttum en starfa allir á einn eða annan hátt að lýðheilsumálum. Ráðstefnan veitir því mikilvægt tækifæri til að kynnast því helsta og nýjasta sem er að gerast á vettvangi lýðheilsu hér heima og í nágrannalöndunum. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið fól Lýðheilsustöð að hafa umsjón með ráðstefnuhaldinu á Íslandi og fékk stöðin Landlæknisembættið til samstarfs við sig þar um. Ráðstefnan verður haldin dagana 9. til 11. október á Hótel Nordica við Suðurlandsbraut.
Sjá nánar á heimasíðu Lýðheilsustöðvar: http://www.lydheilsustod.is/frettir/afstofnuninni/nr/1090