Hoppa yfir valmynd
4. ágúst 2005 Heilbrigðisráðuneytið

Alþjóðasamningur um vatn tekur gildi

Sextán aðildarríki Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar hafa staðfest samning um neysluvatn sem undirritaður var í London 1999 og þar með tekur samningurinn gildi í dag, 4. ágúst 2005. Þrjátíu og sex þjóðir undirrituðu samninginn á sínum tíma. Með samningnum er stefnt að því draga úr og helst að koma í veg fyrir sjúkdóma og veikindi sem rekja má til mengaðs neysluvatns. Hvatt er til þess í samningnum að ríkin sem staðfesta hann efli m.a. heilbrigðisþjónustu sína, skipulag vatnsveitna og gæði neysluvatns. Marc Danzon, forstjóri Evrópuskrifstofu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, segist binda miklar vonir við þennan fyrsta alþjóðlega samning um vatn sem tekur gildi og telur að hann gagnist við að ná Þúsaldarmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.

 

Sjá nánar: http://www.euro.who.int/mediacentre/PR/2005/20050729_1

 



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta