Hoppa yfir valmynd
14. september 2005 Heilbrigðisráðuneytið

Ráðherra ávarpar haustfund svæðisskrifstofu WHO í Evrópu

Brýnt er að halda fast við heilbrigðisáætlanir Evrópuþjóðanna í Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni sem byggjast á stefnu samtakanna um Heilbrigði fyrir alla. Heilbrigðisáætlanir byggðar á markmiðum WHO (Health for all) voru eitt af megin umræðuefnum á fundi svæðisskrifstofur WHO í Evrópu sem lýkur á morgun. Mikill meiri hluti aðildarþjóðanna hefur sett sér heilbrigðisáætlanir til lengri tíma sem endurskoðaðar eru með reglulegu millibili. Áætlanirnar byggjast á mælanlegum markmiðum sem bæta eiga almennt heilsufar þjóðanna. Aðrir veigamiklir þættir sem ræddir eru á vettvangi svæðisskrifstofu WHO í Evrópu eru heilsufar barna og ungmenna og stefnumótun á þessu sviði fyrir Evrópu. Beina menn í þessu sambandi sjónum sínum sérstaklega að bólusetningu ungbarna eða ónæmisaðgerðum. Þá ræða fulltrúar Evrópuþjóðanna heilsufarlegar afleiðingar umferðarslysa og fjalla auk þess um almenn markmið og leiðir á sviði heilbrigðismála í Evrópu. Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra ávarpaði fundinn í tengslum við ræðu forstjóra Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. Fjallaði ráðherra meðal annars um heilsufarslegar afleiðingar þeirra náttúruhamfar sem dunið hefðu yfir ríkar þjóðir og fátækar síðustu misserin. Hvatti hann aðildarþjóðirnar til að setja sér viðbúnaðaráætlanir til að geta mætt hugsanlegum afleiðingum náttúruhamfara. Vaxandi áfengisneysla er líka rætt á vettvangi WHO. Áfengisneysla er hvergi meiri en í Evrópu, eða tvisvar sinnum meiri en meðaltalsneyslan í heiminum mælt í neyslu á mann. Hafa fulltrúar Norðurlandanna á fundinum hvatt aðildarþjóðir WHO til að fá menn til þess hvarvetna að viðurkenna að áfengi sé ekki eins og hver önnur neysluvara heldur vara sem getur haft alvarlegar heilsufarslegar og félagslegar afleiðingar. Fulltrúar fimmtíu og tveggja Evrópuþjóða sitja haustfund svæðisskrifstofu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar í Evrópu sem fram fer í Búkarest.

Sjá nánar á heimasíðu svæðisskrifstofu WHO í Kaupmannahöfn: http://www.who.dk



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta