Hoppa yfir valmynd
14. september 2005 Heilbrigðisráðuneytið

Evrópumenn þyngjast

Allt að fjórfalt fleiri Evrópumenn eru of þungir en fyrir aldarfjórðungi. Þetta kom fram á haustfundi svæðisskrifstofu WHO sem nú stendur yfir. Sérfræðingar starfandi á vegum WHO leggja til að samtökin og aðildarþjóðirnar setji baráttuna gegn ofþyngd og offitu ofarlega á forgangslista sinni í heilbrigðismálum. Fimm til tuttugu af hundraði karla í Evrópu eru of þungir og fimm til þrjátíu prósent kvenna, mismunandi eftir löndum. Meðal barna og ungmenn er ástandið verra og er skilgreint sem alvarlegt og vaxandi heilsufarsvandamál. Tíu til þrjátíu prósent barna í Evrópu á aldrinum sjö til ellefu ára eru of þung og í aldurshópnum fjórtán til sautján ára er hlutfallið átta til tuttugu og fimm af hundraði, mismunandi eftir löndum. Fjöldi Evrópumanna sem skilgreindir eru of þungir hefur u.þ.b. fjórfaldast frá árinu 1980 og stefnir í að óbreyttu að 150 milljónir þeirra verði of þungir á árinu 2010. Gera sérfræðingar ráð fyrir að þetta verði til þess að sjúkdómum sem tengjast ofþyngd muni auka og valda þrýstingi í heilbrigðisþjónustu landanna á næstu fimm árum og því brýnt að bregðast við og snúa þróuninni við. Til stendur að leggja fyrir ráðherra heilbrigðismála í Evrópu og kynna þeim rannsóknaniðurstöður um áhrif ofþyngdar á heilsu manna á sérstökum ráðherrafundi á næsta ári.

 

 



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta