Hoppa yfir valmynd
25. júní 2021 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Stefnumörkun um varðveislu menningararfs og safnastarf

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur samþykkt tillögur að tveimur stefnum um menningararf og safnamál. Minjastofnun Íslands vann tillögu að menningararfsstefnu sem kallast Menningararfurinn - stefna um varðveislu og aðgengi. Tillagan var unnin í samræmi við ákvæði laga um menningarminjar. Stefnan er liður í því að tryggja að menningararfi þjóðarinnar verði skilað óspilltum til komandi kynslóða.

Menningararfsstefnan skiptist í stefnuáherslur annar svegar og skipulagsáherslur hins vegar, sem saman verða leiðarljós í starfsemi menningarstofnana á komandi árum. Við gerð stefnunnar var lögð áhersla á víðtækt samráð.

Safnaráð skilaði fullunninni tillögu um stefnumörkun um safnastarf, sem unnin var í samstarfi safnaráðs og höfuðsafnanna. Stefnan varpar ljósi á bæði hlutverk safna og markmið í rekstri þeirra og er ætlað að gera sýnileg víðtæk áhrif safna í samfélaginu. Söfn eru fyrir alla og allir hópar samfélagsins eiga að upplifa sig velkomna á söfnum, bæði sem virkir þátttakendur og gestir.

Leiðarljós stefnunnar er sú sameiginlega ábyrgð samfélagsins að vernda menningar- og náttúruarf landsins, stuðla að faglegri umgengni og tryggja jafnt aðgengi að arfinum.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta